Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 95
ANDVARI bbssastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla tiioroddsens
93
Gunnar Sigurðsson, sem var úr Djúpi.
Skúli hafði allmikinn búskap á Bessa-
stöðum og sléttaði töluvert land, en bú-
ið mun ekki hafa borið sig, að talið er,
enda þungt heimili. Töluvert kríuvarp
var í Bessastaðalandi og einnig æðar-
varp, og var það nokkuð nytjað.17) Þess
má geta, að Skúli var mikill dýravinur,
og aldrei var skotið úr byssu í Bessa-
staðalandi, meðan Skúli réð þar ríkj-
um, segir Unnur dóttir hans.18) Guð-
björg Jafetsdóttir ráðskona hafði einnig
verið hjá þeim Skúla og Theodóru vest-
ur á Isafirði. Hún var bróðurdóttir Ingi-
bjargar, konu Jóns Sigurðssonar for-
seta. Guðbjörg annaðist heimilisstörf-
in, einnig störf utanhúss, þegar Gunnar
ráðsmaður var fjarverandi. Hún var
trygg og dugleg og var alla tíð á heimil-
inu. Hún var börnunum sem önnur móð-
ir, segir Unnur Thoroddsen.10) Theodóra
sinnti ekki bústörfum, en annaðist smá-
krakkana.
Arni Árnason frá Skildinganeskoti á
Seltjarnarnesi, síðar læknir, er einn
þeirra, sem gerðist heimiliskennari á
Bessastöðum. Árni var þar veturinn
1905-1906 og las þá jafnframt undir
stúdentspróf. Árni lýsir Skúla og segir,
að hann hafi verið í hærra lagi, feitlag-
inn, en samsvarað sér vel, með há koll-
vik og afturgreitt hár. Hann var hæg-
látur og ljúfmannlegur, en mjög fá-
skiptinn. Hann borðaði einn á skrif-
stofu sinni nema á hátíðum.20)
Skúli skipti sér mjög lítið af sjálfum
prentsmiðjurekstrinum, og hann kom
sjaldan í prentsmiðjuna að sögn Sig-
urðar prentara, en var góður húsbóndi.
Skúli lét bústörfin lítið til sín taka.
Hann sat tíðum á skrifstofu sinni og
vann að Þjóðviljanum. Hófsmaður var
hann, nema hvað hann tók mikið í nef-
ið. Stóð tóbakskútur á borðinu með te-
skeið í, en hann tók í nefið úr henni.
Setti hann koníak í tóbakið til bragð-
bætis.
Skúli var áhugamaður um dulræn
efni og spíritisma, eins og fram kemur
í Þjóðviljanum og síðar verður vikið að.
Það er því ekki úr vegi að minnast þess
hér, að löngum er þess getið, að reimt
hafi verið í Bessastaðahúsinu. Guð-
mundur Thoroddsen læknir, sonur
Skúla, getur þess í bernskuminningum
frá Bessastöðum, að orð hafi legið á
um reimleika og fyrir hafi komið, að
einhver heimilismanna hafi þótzt hafa
heyrt eða séð það sem aðrir urðu ekki
varir við, „og hefur ekki þótt tiltökumál
urn svo gamalt hús og stað, sem ætti sér
slíka sögu sem Bessastaðir".21) Guð-
mundur getur þess einnig, að drauga-
sögur hafi verið mikið lesnar og sagðar.
Margir gestir vöndu komur sínar til
Bessastaða. Meðal þeirra má nefna Þor-
stein Erlingsson og Steingrím Matthías-
son lækni. Árni læknir minnist í því
sambandi sérstaklega húsfreyjunnar frú
Theodóru, sem var létt í lund. Hún var
líka mjög bókhneigð og kunni feiknin
öll af vísum og varð þjóðkunnur rit-
höfundur fyrir þulur sínar og sögur.
Eitt sinn kom til Bessastaða Guðmundur
Finnbogason og með honum Guðrún
Indriðadóttir og Hendrik Erlendsson,
síðar læknir. Er kvöldaði, stakk Guð-
mundur upp á því, að þau Theodóra
kvæðust á, og var það gert lengi kvölds,
og ekki þraut vísurnar. Guðmundur
sagði að lokum, að Theodóra væri sú
kona á íslandi, sem hann sízt vildi
kveðast á við.22) Fleira var sér til gam-
ans gert og dægrastyttingar. Þar má
nefna leikstarfsemi í Prentinu. Það voru
börn Skúla, sem gengust fyrir þessu, en
einnig tóku vinnumenn og prentarar
þátt í leiknum. Leikritin voru rnest