Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 49
andvari NÓTTINA FYRIR PÁSKA 47 einasta manneskja í Reykhólasveit nema einu nafni. Nú er fleirnafnatízkan í al- gleymingi, misbýður oftar en ekki góð- um smekk, veldur klúðri og óþægind- um á marga lund. Sárafá nöfn voru útlend. Eitt út- lendasta nafnið var Agata, nafn hús- freyjunnar á Karnbi, enda átti hún enga nöfnu. Nafn Jóhönnu má og telja út- lent, og hún átti ekki heldur neina nöfnu. Tvær hétu Elísabet, og Elínarnar voru líka tvær. Þá hétu sex Margrét og fimm hétu Kristín. Öll eru þessi út- lendu kvenmannsnöfn tær og hrein, enda sígild með þjóðinni, ef frá er talið nafn Agötu. 48 konur hétu Guðrún, hvorki færri né fleiri, og mátti minna gagn gera. Nafn Helgu báru næstflest- ar, en ekki nema átta. Sjö hétu Sigríður og sjö líka Valgerður. Sex hétu Ingi- björg, eða jafnmargar og Margrét. Krist- ínar fimm sem fyrr sagði, fjórar hétu Björg, fjórar Þorgerður og fjórar Þóra. Þrjár konur báru hið ofurfagra nafn Geirlaug. Þrjár hétu Guðlaug og þrjár Guðríður. Tvær konur voru um hvert eftirtalinna tíu nafna: Anna, Guðný og Sesseija, - Solveig, Ragnheiður, Ragn- hildur, - Vigdís, Þorbjörg, Þórdís og Þuríður. Svona hefir málsmekkur og nafnaval þessara kynslóða verið full- komlega lýtalaus. Heimasæturnar áttu margar ekki von á heimanmundi nema þá kú eða kúgildi, en úr föðurgarði fóru þær með fagurt nafn, sem unun var að bera og tilhlökkun að heyra á barna- barni síðarmeir. Ein kona hét hverju þessara nafna: Arnbjörg, Ástríður, - Bergljót, Dóm- hildur, - Guðbjörg, Guðleif, Gunnhild- ur, - Hallbera, Halldís, Halldóra, - Her- dís, Hólmfríður, Hróðný. Sama er hvar borið er niður í stafrófinu: Ingigerður, Ingveldur, Jarþrúður, - Jórunn, Kol- finna, Kolþerna, - Málfríður, Oddfríð- ur, Oddný, Ólöf, - Salbjörg, Steinunn, Vilborg, Vilfríður, - Þóranna, Þórlaug, Þórunn. Svo grómlaus og hreimhrein voru nöfn þessara horfnu kynslóða, að unun er um að fjalla. Kvennanöfnin 47 bera því gleggst vitni. Skírnarnöfn lifandi karla voru aðeins 39. 33 hétu Jón. Voru Jónar 15 færri en Guðrúnarnar. Bjarni hétu 13, 9 hétu Einar. Sex hétu Guðmundur, en fimm hétu Ólafur, Þorsteinn og Þórður. Fjór- ir hétu Björn, en þrír Gísli, Oddur og Sigmundur hverju nafni. Tveir saman um nafn voru aðeins þeir, sem hétu Arnfinnur. Svo var aðeins einn um hvert eftirtalinna karlmannsnafna: Bárður, Eiríkur, Eyjólfur, — Greipur, Grímur, - Hákon, Halldór, Hallur, Hróbjartur, Loftur, - Magnús, Ormur, Páll. Takið eftir Hróbjartsnafninu, hve það ber af útlendu myndinni, Róbert. Hróbjarts- nafnið er hreinnorrænt og því þyrfti að veita betur. - Og áfram má rekja röð- ina á enda: Sighvatur, Sigurður, — Snjólfur, Snorri, - Styrkár, Sveinn, - Sæmundur, Teitur, - Vigfús, Þórarinn, Þorvaldur. Detti okkur í hug, að við geturn litið niður á lítt læsa og fáfróða forfeður okkar, þá ættum við að byrja saman- burðinn á mannanöfnunum. Þar er um að ræða atriði, sem ekki fara neitt á milli mála. Ekki þurfum við langt út í samanburðinn til að sjá, að við stöndum þeim enganveginn jafnfætis. Við sitjum uppi með alls konar tízkunöfn, og ég tala nú ekki um tvínefnin, sem betur hefðu aldrei komizt á gang og væru bezt niðurlögð. Skírnarnöfn kvenna hafa verið talin 18 fleiri en karla. Rétt er að Ijúka þessu nafnatali og segja, hvaða feðranöfn finnast í manntalinu, sem eru ekki með-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.