Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 37
andvari
HERMANN JÓNASSON
35
í landi þeirrar jarðar. Þar ræktaði hann skógarteig, sem óhætt mun að
segja að sé í fremstu röð hinna nýju skóga á Islandi. Þar átti hann sér
óskaland, sem hann kaus að una við á elliárunum.
Ræktunarstörfin voru Hermanni mikil lífsnautn. Þau voru honum
svölun eftir stjórnmálaþvarg og þref. Hann var oft kominn í gróðrarstöð
sína árla morguns og átti þar drjúga yndisstund, áður en skrifstofuvinna
hófst. Þetta jafnaði hann með því að fá sér blund í miðdagstíma. Það var
lífsskoðun hans, að þjóðin yrði að leggja rækt við moldina. ,,Það er fyrst,
þegar við förum að rækta landið, fórnum einhverju fyrir það, að okkur
lærist að elska það,“ sagði hann. Og í framhaldi þess, sagði hann:
,,Það liggur ósýnilegur — og mönnum að rniklu leyti óskiljanlegur —
strengur milli rnanns og moldar.
Ef hér kemur veila í þann streng, sem rnilli manns og moldar er, —
ef sá strengur brestur, þá mun landið bresta úr höndum okkar.“
Þannig studdust ræktunarstörf Hermanns Jónassonar við lífsskoðun
hans. Þannig nærðu ræktunarstörfin ættjarðarást hans. Þannig varð þetta
tómstundastarf honurn fullnæging og sálubót.
Hermann Jónasson lét sig litlu varða hversdagslegt karp. Hann var
afskiptalaus um blaðaskrif og að því leyti ólíkur Eysteini Jónssyni, sem
fylgdist með öllum stjórnmálaumræðum af óbilandi árvekni og var sífellt
að minna á, hvað þyrfti að segja, hverju þyrfti að svara og hvernig það
myndi heppilegast gert. Sumir virtu þetta tómlæti Hermanns og afskipta-
leysi honum til leti. Urn það lét hann hvern mæla, sem vildi. En þegar
mikið lá við, þurfti enginn að brigzla Hermanni. Þá var hann foringinn,
sem menn treystu.
Llm einkenni Hermanns, sem foringja, segir Karl Kristjánsson m. a.:
,,Kjarkur og djörfung samfara þeirri gætni í athöfnum á örlagastundum
og hófsemi, sem aðeins sönn karlmennska getur haft ráð á. Samningalagni,
jafnvægisgóð dómgreind, réttskyn og hugboðsgáfa hafa einkennt hann,
þegar mest hefur legið við — og svo áhlaupadugnaður.---------Hann fór
aldrei flaumósa. Hann var því gjörhugulli sem meira var í veði: Vildi hafa
vað fyrir neðan, ef þess var kostur. Hann var ofurhugi, en enginn glanni.
Þorði jafnvel að sýnast ragur, ef það hentaði málstað þeim, er hann taldi
rettan. Hins vegar var hann venjulega fljótur. að átta sig og taka ákvarð-
anir, ef hamra þurfti járn, sem gátu kólnað til skaða.“
Elermann vandaði ræður sínar og lagði oft mikla vinnu í tækfæris-
ræður og framboðsræður. Idann skrifaði ekki oft blaðagreinar og örsjaldan