Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 37
andvari HERMANN JÓNASSON 35 í landi þeirrar jarðar. Þar ræktaði hann skógarteig, sem óhætt mun að segja að sé í fremstu röð hinna nýju skóga á Islandi. Þar átti hann sér óskaland, sem hann kaus að una við á elliárunum. Ræktunarstörfin voru Hermanni mikil lífsnautn. Þau voru honum svölun eftir stjórnmálaþvarg og þref. Hann var oft kominn í gróðrarstöð sína árla morguns og átti þar drjúga yndisstund, áður en skrifstofuvinna hófst. Þetta jafnaði hann með því að fá sér blund í miðdagstíma. Það var lífsskoðun hans, að þjóðin yrði að leggja rækt við moldina. ,,Það er fyrst, þegar við förum að rækta landið, fórnum einhverju fyrir það, að okkur lærist að elska það,“ sagði hann. Og í framhaldi þess, sagði hann: ,,Það liggur ósýnilegur — og mönnum að rniklu leyti óskiljanlegur — strengur milli rnanns og moldar. Ef hér kemur veila í þann streng, sem rnilli manns og moldar er, — ef sá strengur brestur, þá mun landið bresta úr höndum okkar.“ Þannig studdust ræktunarstörf Hermanns Jónassonar við lífsskoðun hans. Þannig nærðu ræktunarstörfin ættjarðarást hans. Þannig varð þetta tómstundastarf honurn fullnæging og sálubót. Hermann Jónasson lét sig litlu varða hversdagslegt karp. Hann var afskiptalaus um blaðaskrif og að því leyti ólíkur Eysteini Jónssyni, sem fylgdist með öllum stjórnmálaumræðum af óbilandi árvekni og var sífellt að minna á, hvað þyrfti að segja, hverju þyrfti að svara og hvernig það myndi heppilegast gert. Sumir virtu þetta tómlæti Hermanns og afskipta- leysi honum til leti. Urn það lét hann hvern mæla, sem vildi. En þegar mikið lá við, þurfti enginn að brigzla Hermanni. Þá var hann foringinn, sem menn treystu. Llm einkenni Hermanns, sem foringja, segir Karl Kristjánsson m. a.: ,,Kjarkur og djörfung samfara þeirri gætni í athöfnum á örlagastundum og hófsemi, sem aðeins sönn karlmennska getur haft ráð á. Samningalagni, jafnvægisgóð dómgreind, réttskyn og hugboðsgáfa hafa einkennt hann, þegar mest hefur legið við — og svo áhlaupadugnaður.---------Hann fór aldrei flaumósa. Hann var því gjörhugulli sem meira var í veði: Vildi hafa vað fyrir neðan, ef þess var kostur. Hann var ofurhugi, en enginn glanni. Þorði jafnvel að sýnast ragur, ef það hentaði málstað þeim, er hann taldi rettan. Hins vegar var hann venjulega fljótur. að átta sig og taka ákvarð- anir, ef hamra þurfti járn, sem gátu kólnað til skaða.“ Elermann vandaði ræður sínar og lagði oft mikla vinnu í tækfæris- ræður og framboðsræður. Idann skrifaði ekki oft blaðagreinar og örsjaldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.