Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 66
64
HERMANN PÁLSSON
ANDVARI
lýst, en þó eru frávikin ekki síður eftirtektarverð. Hrafnkell hefur glögg
einkenni ójafnaðarmanna, þótt honum sé einnig vel farið að sumu leyti:
Hann ,,var ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel; hann þröngdi undir
sig Jökuldalsmönnum til þingmanna hans, var linur og blíður við sína
menn, en stríður og stirðlyndur við Jökuldalsmenn og fengu af honum
engan jafnað. Hrafnkell stóð mjög í einvígum og bætti engan mann fé, því
að enginn fékk af honum neinar bætur, hvað sem hann gerði.“ Nú gerist
það, að Hrafnkell vegur ungan smalamann sinn, saklausan, og þá fer faðir
hins vegna á fund Hrafnkels og biður hann bóta. „Hrafnkell kvaðst fleiri
menn hafa drepið en þennan einn, „er þér það eigi ókunnugt, að ég vil
öngva menn fé bæta, og verða menn þó svo búið að hafa; en þó læt ég svo
sem þetta verk þykir mér í verra lagi unnið vera þeirra er ég hefi unnið.
Hefir þú verið nábúi minn langa stund, og hefir mér líkað vel til þín
og hvorum til annars. Mundi okkur Einari ekki hafa annað sundur borið
af, ef hann hefði eigi riðið hestinum. En vér megum þess oft iðrast, að
vér erum ofmálgir, og sjaldnar mundum vér þess iðrast, þótt vér mæltum
færra en fleira. Mun ég það nú sýna, að mér þykir þetta verk unnið verra
en önnur þau, er ég hefi unnið. Ég vil birgja bú þitt að málnytu í sumar,
en slátrum í haust. Svo vil ég gera við þig hvert misseri, meðan þú vilt búa.
Sonu þína og dætur skulum við á brott leysa með minni forsjá og efla þau
svo, að þau mætti fá góða kosti af. Allt það er þú veizt í mínum híbýlum
vera héðan af, þá skaltu mér til segja og eigi fyrir það skort líða héðan af,
og þá hluti sem þú þarft að hafa. Skaltu búa, meðan þér þykir gaman að,
en far þá hingað, er þér leiðist; mun ég þá annast þig til dauðadags. Skul-
um við þá vera sáttir. Vil ég það vitna, að það munu flestir mæla, að sá
maður er vel dýr.“ Ræða Hrafnkels er einstæð í sögunum, og sýnir hún
betri hliðina á honum („var menntur vel ... linur og blíður við sína
menn“) enda bjóða aðrir ójafnaðarmenn engar bætur, heldur hreyta þeir
ónotum í þá, sem beiðast þeirra: Styr í Heiðarvíga sögu býður grátt lamb í
bætur, Þorbjörn í Hávarðar sögu afgamlan og baksáran hest, Þorbjörn í
Króka-Refs sögu hníf og brýni með ögrunarorðunum „Deigan skal deigum
bjóða.“ Hins vegar vill Hrafnkell bæta það, sem hann hefur misgert: hon-
um þykir vígið illt, hann hefur umhyggju fyrir nábúa sínum, iðrast verks-
ins, býður rausnarleg boð og sýnir raunar mikla samúð með föður hins
vegna. Þorbjörn, sem er maður heimskur, áttar sig ekki á hlutunum eins
og þeir eru og sýnir af sér ranglæti með því að krefjast þess, að málið sé
lagt í gerð. Nú tekur Sámur eftirmálið að sér, og með hjálp Þjóstarssona
er Hrafnkell gerður sekur, sviptur eignum og völdum, pyndaður og hrak-
inn brott úr héraði. Þá vilja Þjóstarssynir, að Hrafnkell sé tekinn af lífi,
en Sámur ber umhyggju fyrir sonum Hrafnkels (eins og Hrafnkell sjálfur
bar fyrir börnum Þorbjarnar) og vill gefa honum líf. En Þorkell Þjóstars-