Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 89
ANDVARI BESSASTAÐAPRENTSMIÐJA OG BLAÐAÚIGAFA SKÚLA THORODDSENS
87
2. Prentsmiðjur og blöð
Til glöggvunar verður hér minnzt á
helztu prentsmiðjur og blöð samtíma
Bessastaðaprentsmiðju.
Þegar Skúli Thoroddsen fluttist til
Bessastaða, var Isafoldarprentsmiðja
helzta prentsmiðjan í Reykjavík. Hún
hafði starfað frá árinu 1877. Þar var
Isafold prentuð, og var Björn Jónsson
ritstjóri blaðsins. Pólitísk áhrif Isafoid-
ar voru mikil á þeim tíma. Blaðið var
í andstöðu við Skúla í Skúlamálunum
og studdi landshöfðingja eindregið. Samt
voru þeir Björn og Skúli samherjar í
stjórnmálabaráttunni á þeim tíma, þeg-
ar Þjóðviljinn var prentaður á Bessa-
stöðum.
Þjóðólfsprentsmiðja var í eigu Hann-
esar Þorsteinssonar frá því árið 1899.
Hafði Einar Benediktsson stofnað hana
árið 1896. Blaðið Þjóðólfur var prent-
að í Þjóðólfsprentsmiðju. Hannes var
eigandi blaðsins, og hafði hann keypt
það 1891 og tók við því í ársbyrjun
1892. Hannes átti Þjóðólf allt til árs-
loka 1909. Hann studdi Skúla í Skúla-
málunum, en seinna meir verða þeir
Hannes og Skúli andstæðingar í stjórn-
málunum. Árið 1906 keypti Gutenberg
Þjóðólfsprentsmiðju, og var Þjóðólfur
síðan prentaður þar.
Félagsprentsmiðjan var önnur aðal-
prentsmiðjan í Reykjavík, þegar Skúli
fluttist suður. Prentsmiðjan tók fyrst til
starfa um áramótin 1883/1884. Var hún
fyrst kennd við Sigmund Guðmundsson,
sem hafði fengið leyfisbréf fyrir henni.
Halldór Þórðarson bókbindari var
stjórnandi prentsmiðjunnar frá 1890 til
1915. Fjallkonan var prentuð í Félags-
prentsmiðjunni til áramóta 1901/1902.
Valdimar Ásmundsson var útgefandi.
Blaðið var vinsælt um aldamótin vegna
á tímum Bessastaðaprents
palladóma um alþingismenn og Alþing-
isrímna, sem birtust þar. Valdimar féll
frá 1902, og eftir það urðu tíð eigenda-
og ritstjóraskipti á blaðinu. Landvarn-
arblaðið Ingólfur, en útgáfa þess hófst
1903, var einnig prentað í Félagsprent-
smiðjunni.
Árið 1905 hóf Gutenberg starfsemi
sína. Tækjabúnaður í Gutenberg var
betri en í öðrum prentsmiðjum, er störf-
uðu á þessum árum. Gutenberg keypti
tvær prentsmiðjur, sem störfuðu í
Reykjavík, en það voru Reykjavíkur-
prentsmiðja, árið 1905, og Þjóðólfs-
prentsmiðja árið 1906.
Reykjavíkurprentsmiðja hóf starfsemi
sína árið 1902. Þorvarður Þorvarðsson
prentari stofnaði prentsmiðjuna. í
prentsmiðjunni var Reykjavík prentað,
en eftir að Gutenberg keypti prentsmiðj-
una, var blaðið prentað þar.
Árið 1901 keypti séra Lárus Halldórs-
son Aldarprentsmiðju af Davíð Östlund.
Var prentsmiðjan notuð til nótnaprent-
unar. Árið 1904 flutti Davíð Östlund
til Reykjavíkur prentsmiðju, er hann
stofnaði á Seyðisfirði. Var blaðið Fræ-
korn prentað í henni og prentsmiðjan
því kölluð ýmist Östlundsprentsmiðja
eða Frækorna.
Prentsmiðja Hafnarfjarðar hóf starf-
semi sína árið 1907. Var það Aldar-
prentsmiðjan, sem hafði verið seld og
flutt. Var blaðið Fjallkonan prentað í
henni.
Á Akureyri var starfrækt Prentsmiðja
Björns Jónssonar, en hún á rætur að
rekja til Prentsmiðju Norður- og Austur-
umdæmis, sem stofnuð var 1852. Björn
Jónsson stóð fyrir útgáfu blaðsins Stefn-
is frá 1893-1905, en frá 1906 gaf hann
út Norðra hinn yngra. Um aldamótin