Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 44
42 JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON ANDVARI jarðnæði, sem losnaði, svo að varla hefir ábúð stutt að því, að þurfamannafjöl- skylda fengi að halda hópinn. Manntalið í Reykhólasveit 1703 segir alveg merkilega margt um „þessa Króks- fjarðarhrepps ölmusumanna nöfn og aldurs tal og ásigkomulag", eins og segir stafrétt. En um eitt er þó alls engin vís- bending, hvar það fólk var niðurkomið, hvar hver og einn var vistaður. Þar skilur alveg á milli þurfafólksins og annarra íbúa. Þurfafólkið hefir ekkert heimili átt. Fyrr var þess getið, að 15 börn voru á sveitarframfæri innan 16 ára aldurs. Manntalið gerir svofellda grein fyrir þeim: 1. og 2.: Jón Hallsson 14 ára og Margrét Hallsdóttir 12 ára, bæði föður- og móðurlaus. 3. er stúlkan Þuríður Þórðardóttir 10 ára, bæði föður- og móð- urlaus. Hún á 23 ára bróður á sveitinni, Jón Þórðarson, rnjög vanfæran. Grunur vaknar, að ekki hafi uppeldið reynzt honum hollt, að hann skuli vera á sveitarframfæri á 24. aldursárinu. 4. og 5. eru systkinin Guðleif Ketilsdóttir 13 ára og Jón Ketilsson 12 ára, bæði móðurlaus. Nafn föður þeirra finnst ekki í sveitinni, hvorki meðal þurfa- manna né annarra. 6., 7. og 8. voru systurnar Þorgerður Bjarnadóttir 14 ára, Þorgerður önnur Bjarnadóttir 7 ára og Kristín Bjarnadóttir 12 ára. Þessar þrjár föðurlausar, segir um þær. 9unda ölm- usubarn sveitarinnar var svo 8 ára föð- urlaus drengur, Bjarni Jónsson. Þá kem- ur að stærsta og eftirtektarverðasta hópnum, 10., 11., 12. og 13., sem voru eftirtalin alsystkin: Olafur Auðunarson 15 ára, Guðrún Auðunardóttir 13 ára, Guðrún Auðunardóttir önnur 7 ára og Helga Auðunardóttir 6 ára, stórlega veik. Foreldrar þessara blessaðra barna voru hjónin Auðun Jónsson 57 ára, fót- lama, lítt skyggn, og Hróðný Bjarna- dóttir hans kvinna, 46 ára, bæði í tölu ölmusumanna hreppsins. Ekki er þessi mæðufjölskylda þó öll talin, heldur er 21 árs stúlka meðal þessara 37 barn þeirra hjóna, Guðný Auðunardóttir, illa krönk af slæmum veikleika. Þá eru tvö börn ótalin: Hið 14. var stúlkan Guðrún Guðmundsdóttir 10 ára, og er engin frekari grein gerð fyrir henni. Loks var 15. barnið Ari Guð- mundsson 11 ára sonur Guðmundar Arasonar 38 ára, sem var í tölu ölm- usumannanna. Þar með er upptalið um þessa þegna, ölmusubörnin 15, tíu stúlkur og 5 pilta á aldrinum 6 til 15 ára. Nú hvílir yfir tilveru þeirra fjarlægðarmistur hartnær þriggja alda, svo að við lítið annað er að styðjast en hugarflugið eitt varðandi ævi þeirra hvers og eins. Fjórum árum seinna herjaði Stóra-bóla. Ekkert er líklegra en að hún hafi lagt sum þeirra í gröfina. Varla getur þó hjá því farið, að eitthvert þeirra hafi komizt til manns. Einhver þeirra hafa trúlega eignazt afkomendur, og trúlega eiga einhver okkar sem nú lifum ætt til þeirra að rekja leynt eða ljóst. Þá verður næst skyggnzt til hinna upp- komnu meðal svonefnds ölmusufólks, til þessara 22ja, sem eldri voru en 16 ára, og fræðzt um þau af upplýsingum manntalsins. En um leið vekst upp fyrir okkur, hve margt við vitum ekki og munum aldrei fá að vita. Hvað vitum við um aðbúnaðinn? Um húsvistina, viðurværið, viðmótið, aðhlynninguna? Þar er í gegnum þykkt mistur að rýna tveim öldum fjær en hin elztu í okkar hópi muna. Einn vitnisburð má örugg- lega lesa af manntalinu um meðferð gamalmennanna. Þau hefðu ekki getað náð þessum háa aldri, hefði verið farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.