Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 103

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 103
ANDVARI bessastaðaprentsmiðja og blaðaútgáfa skúla thoroddsens 101 var látinn enda 31. október 1887, og annar árgangur hefst 15. nóvember 1887. Prentfélag ísfirðinga var útgefandi að þrern fyrstu árgöngum Þjóðviljans, enda var aðaltilgangur félagsins að halda úti blaði. Skúli taldi hyggilegast að segja sig úr stjórn Prentfélags ísfirðinga vegna erfiðleikanna á að fá prentsmiðjuleyfið, sem fyrr var um getið. Hann minnist á þetta í bréfi til Jóns Jenssonar frá 24. marz 1887: ,,Eg er fyrir löngu kominn úr prentsmiðjustjórninni og hef nomi- nelt engin afskipti af prentsmiðjunni. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að ég geti komið grein og grein, ef and- inn svo blæs mér í brjóst. En mig nappa þeir háu herrar eigi.“4) 1 19. tbl. 1. árg. Þjóðviljans, 13. júlí 1887, birtist eftirfarandi frétt: ,,Prent- félagsfundur. Á fundi Prentfélags ísfirð- inga í f. m. voru kosnir endurskoðunar- menn reikninganna: Óli F. Ásmundsson verzlunarstjóri og Skúli Thoroddsen sýslumaður." Á aðalfundi prentfélags- ins, sem haldinn var 1. september 1887, voru Sigfús H. Bjarnason konsúll, séra Sigurður Stefánsson og Þorvaldur Jóns- son prófastur kosnir í stjórn, en Skúli var^ kosinn endurskoðandi.3) Árið 1888 var engin stjórn kosin, þar sem aðalfundurinn var eigi löglegur.0) í 23. tbl. 2. árg. Þjóðviljans, 26. júní 1888, setur Þorvaldur Jónsson prófastur auglýsingu í Þjóðviljann, þar sem hann lýsir því yfir, að hann hafi sagt sig algjörlega úr stjórn prentfélagsins þegar við byrjun 2. árgangs Þjóðviljans. Hafði hann orðið þess var, að sumir töldu hann enn í stjórn prentfélagsins. Eins og fyrr getur, var prentsmiðjan leigð Jakobi í Ögri hinn 16. september 1889, Jakob var jafnframt skuldbund- inn til að sjá um, að haldið yrði áfram útgáfu Þjóðviljans, og samdi hann við „nokkra ísfirðinga" um, að þeir sæju um útgáfu blaðsins. Vafalaust má telja, að „nokkrir Isfirðingar" séu þeir Skúli og Sigurður Stefánsson. Eitt tölublað, hið 29. í 5. árg. 1891, 3. ágúst, var prentað á Akureyri í Prent- smiðju Björns Jónssonar. í töiublaði þessu eru þeir Skúli og Sigurður taldir útgefendur. Skúli hafði í upphafi ætlað að prenta blaðið í Reykjavík yfir þing- tímann, en eigi fengið það prentað í Reykjavíkurprentsmiðjum. Minnast út- gefendur Þjóðviljans á þetta í blaðinu: „en - prentsmiðjunum í Vík var lokað, enda þótt full tök væru á því fyrir þær að prenta blað vort“.7) Þar sem leigutími Jakobs í Ögri gilti aðeins í tvö ár, þ. e. til 16. september 1891, leigði Skúli Gunnari Halldórssyni í Skálavík prentsmiðjuna 12. septem- ber í 2 til 3 ár. Þetta var á valdi Skúla, sem var skiptaráðandi þrotabús prent- félagsins, sem fyrr segir. Blaðið breytti um nafn, þegar Gunnar Halldórsson tók við prentsmiðjunni, og kallaðist Þjóðviljinn ungi, og er 1. tölu- blað 1. árgangs prentað 15. september 1891. Þar segir meðal annars: „í blað þetta munu einkanlega rita alþingis- mennirnir Skúli Thoroddsen og Sigurð- ur Stefánsson í Vigur, er einnig áttu flesta stafina í blaðinu „Þjóðviljinn", sem nú er undir lok liðið. Alþingismennirnir séra Jens Pálsson á Utskálum, séra Ólafur Ólafsson í Gutt- ormshaga, séra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað o. fl. hafa einnig haft góð orð um, að rita greinar um landsmál í blað vort við og við. Að endingu skal þess getið, að þetta nýja blað „Þjóðviljinn ungi“ er eign „nokkurra ísfirðinga", en á ekkert skylt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.