Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 53

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 53
THEODORE M. ANDERSSON: Um hetjuskap í Hómerskviðum og íslenzkum fornsögum1 Það er álitamál, að hve miklu leyti íslenzkir rithöfundar á miðöldum sóttu sér efni í sígild rit grískrar og rómverskrar fornaldar, og ljóst er, að samtímamenn þeirra úti í Evrópu þekktu lítt til Thule. Á síðari öldum hefur þetta bil sem betur fer mjókkað og fræðimenn fengizt, svo sem kunnugt er, við hvortveggju þessi fræði. Manni kemur í hug maður sem Sveinbjörn Egilsson, sem er jafnkunnur fyrir Hómersþýðingar sínar og orðabókina yfir forna skáldamálið. I þetta sinn verður oss hugsað til Jakobs Benediktssonar, sem í fjölþættu ævistarfi hefur fengizt jöfnum höndum við nám forntungnanna, grísku og latínu, °g iðkun fornra fræða íslenzkra, og á það einkum við verk hans um menn sem Arngrím Jónsson og Ole Worm, er á endurreisnarskeiðinu horfðu í senn til grísk-rómverskrar og norrænnar fornaldar. Þótt Jakob sé vel heima í þessum bókmenntum öllum, kann það að hafa komið honum óvart, sem haldið er fram í nýlegri grein, að menn hafi á íslandi í fornöld þekkt til Odysseifs og sjá megi þess merki í einu atviki Hrafnkels sögu.-) Hér verða ekki gerðar neinar slíkar óvæntar upp- götvanir, heldur bent á nokkrar hliðstæður svona af handahófi, ef verða naættu afmælisbarninu til skemmtunar. í þeim er ekki gert ráð fyrir nein- um bóklegum áhrifum, sem óþekkt voru fyrir, né er þeim ætlað að vera heimildir um hetjuöld í þeim skilningi, sem Chadwick leggur í hana. Aug- Ijóst er þó engu að síður, að allur þorri þessara dæma heyrir til hetju- flokknum. Vikið er að dauðanum af því æðruleysi, sem svo mjög einkenn- lr þessar frásagnir, og að frægðinni, sem menn vinna sér í staðinn. Sarpedon l) Grein þessi er ein sjötíu ritgerða, er helgaðar voru Jakobi Benediktssyni sjötugum 20. júlí 1977. ‘Un er birt hér í íslenzkri þýðingu með leyfi höfundarins. Theodore M. Andersson er nú prófessor * germönskum fræðum við Stanfordháskóla í Califomíu, en kenndi áður um árabil við Harvard- askóla. Hann hefur samið tvö rit um íslendingasögur og birt margar ritgerðir um fornbókmenntir v°rar, auk þess sem hann hefur fengizt við grískar, latneskar og ýmsar evrópskar miðaldabók- menntir. Þýg. -) Arthur E. McKeown: The Torture in Hrafnkeis Saga — An Echo from Homer? [Meiðingar í a nkels sögu — ómur frá Hómer?] Eina rannsóknin önnur, sem ég kannast við frá seinni tið og a ar um Hómerskviður og íslenzk efni, er grein Einars Ói. Sveinssonar: The Edda and Homer, aographia, 22 (1965), erindi, er hann flutti á alþjóðlegu þingi um þjóðsögur í Aþenu haustið 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.