Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 53
THEODORE M. ANDERSSON:
Um hetjuskap í Hómerskviðum og
íslenzkum fornsögum1
Það er álitamál, að hve miklu leyti íslenzkir rithöfundar á miðöldum
sóttu sér efni í sígild rit grískrar og rómverskrar fornaldar, og ljóst er, að
samtímamenn þeirra úti í Evrópu þekktu lítt til Thule. Á síðari öldum
hefur þetta bil sem betur fer mjókkað og fræðimenn fengizt, svo sem
kunnugt er, við hvortveggju þessi fræði.
Manni kemur í hug maður sem Sveinbjörn Egilsson, sem er jafnkunnur
fyrir Hómersþýðingar sínar og orðabókina yfir forna skáldamálið. I þetta
sinn verður oss hugsað til Jakobs Benediktssonar, sem í fjölþættu ævistarfi
hefur fengizt jöfnum höndum við nám forntungnanna, grísku og latínu,
°g iðkun fornra fræða íslenzkra, og á það einkum við verk hans um menn
sem Arngrím Jónsson og Ole Worm, er á endurreisnarskeiðinu horfðu í
senn til grísk-rómverskrar og norrænnar fornaldar.
Þótt Jakob sé vel heima í þessum bókmenntum öllum, kann það að
hafa komið honum óvart, sem haldið er fram í nýlegri grein, að menn
hafi á íslandi í fornöld þekkt til Odysseifs og sjá megi þess merki í einu
atviki Hrafnkels sögu.-) Hér verða ekki gerðar neinar slíkar óvæntar upp-
götvanir, heldur bent á nokkrar hliðstæður svona af handahófi, ef verða
naættu afmælisbarninu til skemmtunar. í þeim er ekki gert ráð fyrir nein-
um bóklegum áhrifum, sem óþekkt voru fyrir, né er þeim ætlað að vera
heimildir um hetjuöld í þeim skilningi, sem Chadwick leggur í hana. Aug-
Ijóst er þó engu að síður, að allur þorri þessara dæma heyrir til hetju-
flokknum. Vikið er að dauðanum af því æðruleysi, sem svo mjög einkenn-
lr þessar frásagnir, og að frægðinni, sem menn vinna sér í staðinn. Sarpedon
l) Grein þessi er ein sjötíu ritgerða, er helgaðar voru Jakobi Benediktssyni sjötugum 20. júlí 1977.
‘Un er birt hér í íslenzkri þýðingu með leyfi höfundarins. Theodore M. Andersson er nú prófessor
* germönskum fræðum við Stanfordháskóla í Califomíu, en kenndi áður um árabil við Harvard-
askóla. Hann hefur samið tvö rit um íslendingasögur og birt margar ritgerðir um fornbókmenntir
v°rar, auk þess sem hann hefur fengizt við grískar, latneskar og ýmsar evrópskar miðaldabók-
menntir. Þýg.
-) Arthur E. McKeown: The Torture in Hrafnkeis Saga — An Echo from Homer? [Meiðingar í
a nkels sögu — ómur frá Hómer?] Eina rannsóknin önnur, sem ég kannast við frá seinni tið og
a ar um Hómerskviður og íslenzk efni, er grein Einars Ói. Sveinssonar: The Edda and Homer,
aographia, 22 (1965), erindi, er hann flutti á alþjóðlegu þingi um þjóðsögur í Aþenu haustið 1964.