Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 75
andvari
UM GUNNARSHÓLMA JÓNASAR OG 9. IILJÓMKVIÐU SCIIUBERTS
73
Eyjafjalla og Fljótshlíðar, er allmikið sléttlendi, og hefir fyrrum verið grasi
gróið, en er nú allt komið undir eyrar og sanda, af vatnagangi. Á einum
stað þar á söndunum fyrir austan Þverá stendur eftir grænn reitur óbrotinn
°g kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar
frá Hlíðarenda snúið aftur, þegar þeir bræður riðu til skips, eins og al-
kunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hér er prentað
neðan við.“
Jónas hafði bækistöð sína á Breiðabólstað í þrjár vikur, en hélt þaðan
8. júlí áleiðis til Reykjavíkur. Meðan hann var eystra, fór hann víða um
héraðið, segir t. a. m. í bréfi til Konráðs Gíslasonar, skrifuðu í Reykjavík
mánuði síðar 8. ágúst. „Margt hefi ég séð í sumar, bæði í jörðu og á.“ Og
síðar segir hann: „Ég get heilsað þér undan Eyjafjöllum og framan af
Þórsmörk og Goðalandi og frá Kálfholti.“ En í fyrrnefndri skýrslu á dönsku
um ferðina nefnir hann einnig Heklusvæðið.
I bréfinu til Konráðs 8. ágúst minnist hann á Njálu, er hann segir: „Nú
lauk ég við Njálu áðan til að búa mig undir alþingiskomuna.“
Langeðlilegast er að ætla, eins og svo margir gera, að kvæðið Gunnars-
hólmi hafi mótazt í huga skáldsins þegar þær vikur, sem Jónas var eystra,
og hann að öllum líkindum ort það og fest á blað að verulegu leyti fyrir
austan eða á þeim fimm vikum, er hann var þar á eftir í Reykjavík og ná-
grenni hennar. Hefur hann þá náð að melta með sér efni kvæðisins og
styrkja tök sín á því, og er ekki að efa, að Njálulesturinn hefur orðið hon-
um til nýrrar hvatningar.
Nú vita menn, að síðar hefur komið upp sú kenning — og margt verið
um hana ritað — að Jónas hafi „ort kvæðið á einum sólarhring, byrjað á
því á leiðinni frá Möðruvöllum í Hörgárdal til Akureyrar, þar sem hann lauk
því að sögn Hallgríms hreppstjóra Tómassonar, systursonar Jónasar, er
kvaðst hafa verið með honum, er hann orti kvæðið,“ eins og segir í grein
dr. Steingríms J. Þorsteinssonar um þetta í 3. hefti Nýs Helgafells 1957.
Matthías Jochumsson varð fyrstur til að birta frásögn Hallgríms af þessu
í blaði sínu Lýð 29. marz 1890, og kemur þar fram, að Jónas hafi einn
íugran sumardag á slætti heimsótt Bjarna amtmann Thorarensen í fylgd
með Hallgrími frænda sínum og hafi Jónas og Bjarni þá rætt um forn-
sögurnar, einkum Njálu, og Bjarni kveðið það minnkun þeim skáldunum,
að þeir tæki sér ekki oftar yrkisefni úr þeim. Þar hafi svo komið talinu, að
uefndur var Gunnarshólmi, og þótti Hallgrími sem Bjarni skoraði á Jónas
að yrkja um hann. Jónas hafi síðan á leiðinni til Akureyrar, sem fyrr segir,
tekið að yrkja kvæðið, setið uppi um nóttina og síðan lokið því daginn eftir
°g sent Hallgrím með það í bréfi til Bjarna, sem varð að orði, er hann sá
það: „Nú er mér mál að hætta að kveða.“
Hér verður auðvitað hver að trúa því, sem honum þykir líklegast um