Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 75

Andvari - 01.01.1978, Síða 75
andvari UM GUNNARSHÓLMA JÓNASAR OG 9. IILJÓMKVIÐU SCIIUBERTS 73 Eyjafjalla og Fljótshlíðar, er allmikið sléttlendi, og hefir fyrrum verið grasi gróið, en er nú allt komið undir eyrar og sanda, af vatnagangi. Á einum stað þar á söndunum fyrir austan Þverá stendur eftir grænn reitur óbrotinn °g kallaður Gunnarshólmi, því það er enn sögn manna, að þar hafi Gunnar frá Hlíðarenda snúið aftur, þegar þeir bræður riðu til skips, eins og al- kunnugt er af Njálu. Þetta er tilefni til smákvæðis þess, sem hér er prentað neðan við.“ Jónas hafði bækistöð sína á Breiðabólstað í þrjár vikur, en hélt þaðan 8. júlí áleiðis til Reykjavíkur. Meðan hann var eystra, fór hann víða um héraðið, segir t. a. m. í bréfi til Konráðs Gíslasonar, skrifuðu í Reykjavík mánuði síðar 8. ágúst. „Margt hefi ég séð í sumar, bæði í jörðu og á.“ Og síðar segir hann: „Ég get heilsað þér undan Eyjafjöllum og framan af Þórsmörk og Goðalandi og frá Kálfholti.“ En í fyrrnefndri skýrslu á dönsku um ferðina nefnir hann einnig Heklusvæðið. I bréfinu til Konráðs 8. ágúst minnist hann á Njálu, er hann segir: „Nú lauk ég við Njálu áðan til að búa mig undir alþingiskomuna.“ Langeðlilegast er að ætla, eins og svo margir gera, að kvæðið Gunnars- hólmi hafi mótazt í huga skáldsins þegar þær vikur, sem Jónas var eystra, og hann að öllum líkindum ort það og fest á blað að verulegu leyti fyrir austan eða á þeim fimm vikum, er hann var þar á eftir í Reykjavík og ná- grenni hennar. Hefur hann þá náð að melta með sér efni kvæðisins og styrkja tök sín á því, og er ekki að efa, að Njálulesturinn hefur orðið hon- um til nýrrar hvatningar. Nú vita menn, að síðar hefur komið upp sú kenning — og margt verið um hana ritað — að Jónas hafi „ort kvæðið á einum sólarhring, byrjað á því á leiðinni frá Möðruvöllum í Hörgárdal til Akureyrar, þar sem hann lauk því að sögn Hallgríms hreppstjóra Tómassonar, systursonar Jónasar, er kvaðst hafa verið með honum, er hann orti kvæðið,“ eins og segir í grein dr. Steingríms J. Þorsteinssonar um þetta í 3. hefti Nýs Helgafells 1957. Matthías Jochumsson varð fyrstur til að birta frásögn Hallgríms af þessu í blaði sínu Lýð 29. marz 1890, og kemur þar fram, að Jónas hafi einn íugran sumardag á slætti heimsótt Bjarna amtmann Thorarensen í fylgd með Hallgrími frænda sínum og hafi Jónas og Bjarni þá rætt um forn- sögurnar, einkum Njálu, og Bjarni kveðið það minnkun þeim skáldunum, að þeir tæki sér ekki oftar yrkisefni úr þeim. Þar hafi svo komið talinu, að uefndur var Gunnarshólmi, og þótti Hallgrími sem Bjarni skoraði á Jónas að yrkja um hann. Jónas hafi síðan á leiðinni til Akureyrar, sem fyrr segir, tekið að yrkja kvæðið, setið uppi um nóttina og síðan lokið því daginn eftir °g sent Hallgrím með það í bréfi til Bjarna, sem varð að orði, er hann sá það: „Nú er mér mál að hætta að kveða.“ Hér verður auðvitað hver að trúa því, sem honum þykir líklegast um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.