Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 35
andvari
HERMANN JÓNASSON
33
VIII
Hermann Jónasson var alþingismaður í 33 ár, forsætisráðherra sam-
fellt í 8 ár og síðan formaður í flokki sínum í 18 ár og tvívegis ráðherra á
því tímabili, svo sem rakið hefur verið. Stjórnmálin voru því lífsstarf hans
og atvinna. Þeirra vegna geymist nafn hans í sögu Islendinga. En hvað
er svo meira um manninn að segja?
Hermann Jónasson kvæntist 30. maí 1925. Kona hans var Vigdís Stein-
grímsdóttir. Karl Kristjánsson lýsti henni svo: ,,Frú Vigdís er vel menntuð
kona, höfðingi mikill, en yfirlætislaus. hlúsmóðir er hún svo að af ber, —
listvirk og hefur alla hluti í röð og reglu, án þess að á því beri, að hún eigi
nokkurn tíma annríkt. Gestaboðum manns síns, sem forsætisráðherra, stvrði
hún af svo miklum myndarskap og kunnáttu, að frægt er. Hún vakir yfir
velferð manns síns og heimili þeirra í smáu og stóru, — virðist aldrei gleyma
neinu, sem fyrir liggur að gera, og les daglega allt, sem þarf, til að vita,
hvað efst er á baugi og maður hennar og samstarfsmenn hans þurfa við að
fást hverju sinni á stjórnmálasviðinu.
Þegar Hermanni Jónassyni eru þökkuð störf hans í þágu þjóðarinnar,
er sannarlega skylt að þakka frú Vigdísi Steingrímsdóttur líka.“
Karl Kristjánsson var nákunnugur heimili þeirra hjóna og vissi því,
hvað hann var að segja.
Ivö eru börn þeirra Hermanns og Vigdísar: Steingrímur alþingismað-
ur, nú landbúnaðar- og dómsmálaráðherra, kvæntur Guðlaugu Eddu Guð-
nrundsdóttur, og Pálína, kona Sveinbjarnar Dagfinnssonar ráðuneytisstjóra.
Aður er þess getið, að Hermann var íþróttamaður, ramur að afli og hafði
yndi af aflraunum. Það fylgdi honum langt fram eftir ævi að vilja reyna,
hvað hann gæti. Frímann Flelgason segir í bókinni Keppnismenn:
,,Til er einnig saga um Flermann, þar sem keppnisandinn og baráttu-
viljinn blossar upp í honum, og þó var þar ekki urn eftirlætisíþrótt hans —
lausatökin — að ræða. Þá var hann orðinn ráðherra og var þá staddur á
Þingvöllum í ráðherrabústaðnum til hvíldar. Hermann naut dvalarinnar
þar ,,í faðmi blárra fjalla“ og fékk sér þá oft göngur um nágrennið og naut
þess. Eitt sinn er hann á gangi um Almannagjá og mætir þar einum af
lögregluþjónum þeim, er hjá honum höfðu starfað, meðan hann var lög-
reglustjóri í Reykjavík, Þorkeli Steinssyni, sem var hár vexti, vel þjálfaður
og nokkuð íþróttum húinn. Taka þeir tal saman og ganga hlið við hlið á
þessum sögufræga stað. Þar kemur, að þeir rekast á allháa hestagirðingu,
°g var ekki hlið nálægt. Þá segir Þorkell: „Fleyrðu, Hermann, við stökkvum