Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 55
andvari
UM HETJUSKAP í HÓMERSKVIÐUM OG ÍSLENZKUM FORNSÖGUM
53
„eigi var þat blóðfullt, svá at þat skylfi af hræzlu, heldr var þat hert af
inum hæsta hQfuðsmið í Qllum hvatleik“ (128).
Á annan veg fer fyrir Fífl-Agli, þegar hann er handtekinn, ,,þá skalf á
honum leggr ok liðr sakar hræzlu“ (233).
Hetjuskapur er sýndur á enn óhugnanlegri hátt í frásögn af Polýdórusi,
er hann varð fyrir spjótslagi Akkils (Ilíonskv. XX, 417—18):
Féll Polýdórus þá á kné hljóðandi, og sveif þá yfir hann svart ský, en
hann greip höndum fyrir iðrin, í því hann valt út af.
Svipaðar lýsingar eru í íslenzkum fornsögum, þótt nokkur munur sé á,
svo sem í Gísla sögu:
„Leggja þeir þá til hans með spjótum, svá at út falla iðrin, en hann
sveipar at sér iðrunum ok skyrtunni ok bindr at fyrir neðan með reipinu“
(114) og í Laxdæla sögu: „Bolli stóð þá enn upp við selsvegginn ok helt at
sér kyrtlinum, at eigi hlypi út iðrin“ (168).
Frá þessum fremur hversdagslegu samlíkingum verður nú horfið að
nokkru víðtækari samanburði á þremur köflum, sem af verður e. t. v.
ráðið nokkuð um þann mun, sem er á Hómersstíl og stíl íslenzkra fornsagna.
Kaflarnir verða fyrst birtir athugasemdalaust.
I fyrsta kaflanum hangir Odysseifur á villifíkjutrénu yfir Karybdísi og
hefur þannig borgið sér í svipinn (Odysseifskv. XII, 432—41):
Hún sogaði nú í sig hið salta sjóarvatn, en ég seildist upp í hið háva villi-
fíkjutré, hélt mér föstum við það og hékk eins og leðurblaka; hafði ég þar
enga fótfestu eða viðspyrnu, því viðarræturnar náðu langt niður, en grein-
arnar, sem bæði voru langar og miklar, blöktu hátt uppi og skyggðu á
■Karybdísi. Ég hélt mér alltaf fast og beið þess, að hún spýi upp aftur
:siglutrénu og kilinum. Um síðir komu trén upp, og var mig þá farið að
lengja eftir þeim. I það mund, sem gjörðarmaður, sá er sker úr mörgum
þrætumálum, þeim er bændur eigast við, rís upp og gengur af torgi til
kvöldverðar: rétt í það mund skaut upp trjánum úr Karybdísi; sleppti
ég þá lausum höndum og fótum og skall ofan í miðjan svelginn utan til við
'hin löngu tré, settist svo upp á þau og reri með höndunum.
Hin íslenzka hliðstæða þessarar frásagnar er í Fóstbræðra sögu (Flat-
eyjarbókartexta hennar) og lýsir, hversu Þorgeir Hávarsson hékk á hvann-
ójólanum í Hornbjargi:
Ok einn dag fóru þeir í bjarg at sækja sér hvannir, ok í einni tó, er
siðan er kQlluð Þorgeirstó, skáru þeir miklar hvannir; skyldi Þormóðr þá
UPP bera, en Þorgeirr var eptir. Þá brast aurskriða undan fótum hans.
Honum varð þá þat fyrir, at hann greip um einn hvannnjóla með grasinu
°k helt þar niðri allt við rótina, ella hefði hann ofan fallit. Þar var sextogt
°fan á fjQrugrjót. Hann gat þó eigi upp komizt ok hekk þar þann veg ok
vhdi þó með engu móti kalla á Þormóð sér til bjargar, þó at hann felli ofan