Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 55

Andvari - 01.01.1978, Page 55
andvari UM HETJUSKAP í HÓMERSKVIÐUM OG ÍSLENZKUM FORNSÖGUM 53 „eigi var þat blóðfullt, svá at þat skylfi af hræzlu, heldr var þat hert af inum hæsta hQfuðsmið í Qllum hvatleik“ (128). Á annan veg fer fyrir Fífl-Agli, þegar hann er handtekinn, ,,þá skalf á honum leggr ok liðr sakar hræzlu“ (233). Hetjuskapur er sýndur á enn óhugnanlegri hátt í frásögn af Polýdórusi, er hann varð fyrir spjótslagi Akkils (Ilíonskv. XX, 417—18): Féll Polýdórus þá á kné hljóðandi, og sveif þá yfir hann svart ský, en hann greip höndum fyrir iðrin, í því hann valt út af. Svipaðar lýsingar eru í íslenzkum fornsögum, þótt nokkur munur sé á, svo sem í Gísla sögu: „Leggja þeir þá til hans með spjótum, svá at út falla iðrin, en hann sveipar at sér iðrunum ok skyrtunni ok bindr at fyrir neðan með reipinu“ (114) og í Laxdæla sögu: „Bolli stóð þá enn upp við selsvegginn ok helt at sér kyrtlinum, at eigi hlypi út iðrin“ (168). Frá þessum fremur hversdagslegu samlíkingum verður nú horfið að nokkru víðtækari samanburði á þremur köflum, sem af verður e. t. v. ráðið nokkuð um þann mun, sem er á Hómersstíl og stíl íslenzkra fornsagna. Kaflarnir verða fyrst birtir athugasemdalaust. I fyrsta kaflanum hangir Odysseifur á villifíkjutrénu yfir Karybdísi og hefur þannig borgið sér í svipinn (Odysseifskv. XII, 432—41): Hún sogaði nú í sig hið salta sjóarvatn, en ég seildist upp í hið háva villi- fíkjutré, hélt mér föstum við það og hékk eins og leðurblaka; hafði ég þar enga fótfestu eða viðspyrnu, því viðarræturnar náðu langt niður, en grein- arnar, sem bæði voru langar og miklar, blöktu hátt uppi og skyggðu á ■Karybdísi. Ég hélt mér alltaf fast og beið þess, að hún spýi upp aftur :siglutrénu og kilinum. Um síðir komu trén upp, og var mig þá farið að lengja eftir þeim. I það mund, sem gjörðarmaður, sá er sker úr mörgum þrætumálum, þeim er bændur eigast við, rís upp og gengur af torgi til kvöldverðar: rétt í það mund skaut upp trjánum úr Karybdísi; sleppti ég þá lausum höndum og fótum og skall ofan í miðjan svelginn utan til við 'hin löngu tré, settist svo upp á þau og reri með höndunum. Hin íslenzka hliðstæða þessarar frásagnar er í Fóstbræðra sögu (Flat- eyjarbókartexta hennar) og lýsir, hversu Þorgeir Hávarsson hékk á hvann- ójólanum í Hornbjargi: Ok einn dag fóru þeir í bjarg at sækja sér hvannir, ok í einni tó, er siðan er kQlluð Þorgeirstó, skáru þeir miklar hvannir; skyldi Þormóðr þá UPP bera, en Þorgeirr var eptir. Þá brast aurskriða undan fótum hans. Honum varð þá þat fyrir, at hann greip um einn hvannnjóla með grasinu °k helt þar niðri allt við rótina, ella hefði hann ofan fallit. Þar var sextogt °fan á fjQrugrjót. Hann gat þó eigi upp komizt ok hekk þar þann veg ok vhdi þó með engu móti kalla á Þormóð sér til bjargar, þó at hann felli ofan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.