Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 13
andvari
HERMANN JÓNASSON
11
Þetta gerði okkur auðvelt að blanda geSi á talsvert þjóðlegan og menn-
ingarlegan hátt, að okkur sjálfum fannst a. m. k. Margri stund eyddum við
til samfunda upp á þessar spýtur."
Þessi ummæli Karls Kristjánssonar eru tekin hér upp, af því að þau
eru héimild um viðhorf og reynslu þessara skólasveina á mótunarskeiði,
um leið og þau eru lýsing á Hermanni Jónassyni sem glímumanni og kepp-
anda. Þeir Karl voru tvo vetur saman í skóla, báðir nýsveinar haustið
1914, en Karl fór í annan bekk og lauk prófi frá skólanum vorið 1916.
Hernrann Jónasson var i fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík vet-
urinn 1917—1918. Hann gekk í GlímufélagiS Ármann og æfði glímu.
Veturinn 1919—1920 las hann 5. og 6. bekk og hafði því takmarkaðan
tíma til æfinga. Samt tók hann þátt í skjaldarglímu Ármanns þann vetur.
Veturinn eftir hóf hann lögfræðinám og æfði glímu kappsamlega. Auk glim-
unnar sjálfrar æfði hann leikfimi og annað, sem studdi að þolgæði. I
skjaldarglímunni þann vetur vann Tryggvi Gunnarsson skjöldinn eins og
fyrr, en Hermann veitti honum harða keppni og hlaut bikarinn sem sá
vann sem bezt glímdi að mati dómnefndar.
Svo kom Islandsgliman 1921. Þar felldi Hermann alla keppinauta
sína og varð glímukóngur.
Kristján konungur X. heimsótti ísland sumarið 1921. Glímusýning á
Þingvöllum var eitt af því, sem þá var haft til hátíSabrigða og skemmtun-
ar. Konungur bafði tilkynnt, að hann myndi gefa bezta glímumanninum
verðlaunabikar. Formaður Iþróttasambandsins sagði áður en glíman hófst,
,,að úrslitadómi réði vinningafjöldi, þó því aðeins að glíman væri lýta-
laus."
Svo fór, að Ilermann Jónasson felldi alla keppinauta sína, en konungs-
bikarinn var afhentur GuSmundi Kr. GuSmundssyni samkvæmt því, að
dómnefnd taldi hann hafa sýnt fegursta glímu. En nokkru síðar afhenti
stjórn ISI Hermanni silfurbikar, sem á var letrað: „Sigurvegari í Konungs-
glímunni á Þingvöllum 1921.“
Nokkrar blaðadeilur urðu vegna þessarar Konungsglímu og verðlaun-
anna. Þótti úrskurður dómnefndar vafasanmr og því fremur, að stjórn
Iþróttasambandsins veitti Hermanni verðlaun sem sigurvegara. En Jretta
var i síðasta sinn, sem Hermann Jónasson keppti opinberlega í glímu.
Og á því hafa menn ýmsar skýringar.
Sjálfur hefur Hermann sagt opinberlega í blaðaviðtali í afmælisriti