Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 40
38 JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON ANDVARI menn og aðra embættismenn. En að baki þeim hverfa hinir í dimmuna, hverfa í myrkur fortíðarinnar. Þar hvíl- ir hulan yfir almúganum. Bændalýðurinn, leiguliðarnir, konur þeirra og börn. Allt er þetta meira og minna nafnlaus lýður hverja öldina af annarri. Vinnumennirnir, vinnukonurn- ar, sveitarölmusufólkið og förufólkið nafnlaust ennþá frekar en búendurnir. Þessar stéttir voru mikill meiripartur þjóðarinnar og lifðu í landinu kynslóð frarn af kynslóð, fæddust, uxu upp, lifðu og störfuðu, juku kyn sitt, eltust, hrörn- uðu og dóu og hurfu með öllu í rnóðu tímans nafnlausar og gleymdar. Við vit- um bara, að þær eru forfeður okkar og að þær lifa enn í okkur og áfram í af- komendum okkar. Loks kom þar í þróun hins upplýsta einveldis, að jafnvel hér norður við hið fjarsta haf komst á dagskrá að kasta nú einu sinni tölu á alrnúga landsins. Stjórnardeildir Danakonungs gerðu út tvo menntuðustu og færustu menn úr hópi Islendinga, sem þá voru uppi. Þeir áttu að kanna landshagi og þjóðlíf á þessu fjarlæga skattlandi konungs, ís- landi. Þetta voru þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, svo sem frægt er orðið. Einn meðal margra þátta í rannsókn- um þeirra var manntalið 1703. Hér var það miðað við nóttina fyrir páslca, þann 27. dag Martii mánaðar Anno Domini 1703. Það er aðeins einn smáangi af þessu allsherjarmanntali, sem fyrirhugað er að forvitnast um, skoða sem nánast og freista þess að lesa út úr því margs konar fróðleik um mannlífið eins og það var, þegar þessi allra fyrsti gluggi opnast í átt til hinna horfnu alda. Það vill svo merkilega til um mína sveit, Reykhólasveit, að þar eru tíndar til nákvæmar upplýsingar um heilsu- far, stéttaskipun, fjölskylduskipan, bú- setu og aldur. Þarna er samankominn mikill efniviður úr að vinna og hin skýrasta þjóðlífsmynd. Höfundi er efn- ið hugleikið. Ef fróðleiksþorsta ein- hverra fleiri yrði svalað með þeirri inn- sýn í hið liðna, sem hér verður að fá, þá væri vissan um það allnokkur umbun. Varla fengist nokkurn tíma úr því skorið, hversu mikið sem reynt væri að rannsaka málið, hvort þjóðlífsmynztrið, sem læsilegt er í Reykhólasveit, var frá- brugðið heildarmyndinni, sem þá gat að líta af þjóðlífinu á íslandi. Fjölmargt bendir til, að skýrsla teljaranna og hreppstjóranna í Reykhólasveit hafi verið miklu skýrari í mörgum greinum en samsvarandi skýrslur í öðrum sveit- um. Þess vegna fæst aldrei úr því skorið, hvernig hefir verið umhorfs í sumum sveitum öðrum. Fyrst er þess að geta, að hreppsbúar voru taldir 282. Heimilisfastir voru 245, en heimilislaust ölmusufólk var 37 tals- ins eftir skýrslunnar kaldranalegu upp- lýsingum. Við „húsgangsmanna saman- skrif“ fundust í sveitinni þess utan þrjár persónur, sem seinna verður getið bet- ur. Næst er að geta jarðnæðisins. í sveit- inni voru 27 fullgildar jarðir og 4 byggð- ar hjáleigur, þrjár þeirra á höfuðbólinu Reykhólum: Austurgarðar, Runkhús og Grund. Fjórða hjáleigan tilheyrði prest- setrinu á Stað, nefnilega Brandsstaðir. Þá hefir vantað tvær hjáleigur, sem síð- ar voru lengi í byggð, nefnilega Fjósa- kot á Reykhólum og Laugaland við Þorskafjörð, sem var önnur hjáleiga frá Stað, en seinna varð sjálfstætt ábýli. Þá var þríbýli á einni jörð, Höllustöðum, en tvíbýli á annarri, Skerðingsstöðum. Ábú- endur í sveitinni hafa því verið 34 að öllu samantöldu. Þarnæst er að hyggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.