Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 17

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 17
andvari HERMANN JÓNASSON 15 menn. Má það teljast mildi, að ekki varð beint manntjón í þeirri viður- eign. En kauplækkunin kom aldrei til framkvæmda. Þetta var alls ekki í eina skiptið, sem lenti í róstum og barsmíðum á þeim árum. Krafan um sterkt ríkisvald var rökstudd með máttleysi fá- mennrar lögreglu. Rætt hafði verið á Alþingi um varalögreglu, og reynt hafði verið að kalla til í viðlögum aukalið. Þegar hér var komið sögu, hafði verið myndað svonefnt varnarlið verkalýðsins að frumkvæði Kommúnista- flokks Islands. Nokkru síðar fóru svo Þjóðernissinnar að þjálfa baráttu- sveitir sínar. Það kom til tals í æðstu stöðum eftir þessa athurði að handtaka að næturlagi um 20 menn, sem taldir voru eiga mestan þátt í þessum æsing- um. 1 il þeirra aðgerða átti að safna 400 manna liði lögreglunni til að- stoðar. Ríkisvaldið átti að sýna styrk sinn í því, að þeir sem hvatt hefðu til upphlaups og ofbeldis gengju ekki lausir. Ekki bar mönnum síðan sam- an um, hvað sagt hefði verið í þessu sambandi, en fullvíst er, að Hermann Jónasson mælti gegn því og vildi engan hlut að því eiga. Ur því varð heldur ekkert. En hér er komið að markaskilum. Annars vegar er trúin á valdið, ofbeldið, lögregluríkið. Hins vegar trúin á hófsemina og friðsam- lega málamiðlun. Allt þarf sínar forsendur til að geta verið annað en óraun- hæf draumsjón. Stjórnmálastarf Hermanns Jónassonar miðaði alla tíð síð- an að því, að slíkir dagar sem 9. nóvember 1932 þyrftu ekki að endurtaka sig og gætu það ekki. Hann trúði því, að það skipti höfuðmáli, hvort jarðvegur væri fyrir öfgaflokka, sem stoínuðu vopnaðar baráttusveitir fyrir sjálfa sig. Hann taldi það fast lögmál, að þegar einn flokkur stofnaði slíkt lið yrði þ ví svarað með öðru hliðstæðu á móti. Hann sagði í ræðu fyrir kosn- ingarnar 1937: Framsóknarflokkurinn hefur verið og er eini flokkur- inn, sem er fær um að lægja öfgarnar, er nú rísa til hægri og vinstri. Þegar Héðinn Valdimarsson og Ólafur Thors eftir óeirðirnar 9. nóvember stofn- uðu hvor um sig flokksher, þá var það Framsóknarflokkurinn, sem afstýrði vandræðum. . . Milli flokkanna lengst til hægri og vinstri er engin sætt hugsanleg, nerna sterkur milliflokkur miðli málum." Þó að óvíst sé um tengsl hinna nafngreindu manna við umræddar bar- áttusveitir, er það staðreynd, að þær voru stofnaðar og æfðar og minntu um margt á ofbeldisflokka framandi landa, enda voru fyrirmyndirnar það- an. Stundum urðu breytingar örar eftir að slíkra flokka fór að gæta og þeir sem á milli vildu standa fljótir að missa áhrif sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.