Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 56

Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 56
54 THEODORE M. ANDERSSON ANDVARI á annat borð, ok var þá bani víss, sem vita mátti. Þormóðr beið uppi á hpmrunum, því at hann ætlaði, at Þorgeirr myndi upp koma, en er honum þótti Þorgeirr dveljast svá miklu lengr en ván var at, þá gengr hann ofan í skriðuhjallana. Hann kallar þá ok spyrr, hví hann komist aldri eða hvárt hann hefir enn eigi nógar hvannirnar. Þorgeirr svarar þá með óskelfri rQddu ok óttalausu brjósti: „Ek ætla,“ segir hann, „at ek hafa þá nógar, at þessi er uppi, er ek held um.“ Þormóðr grunar þá, at honum muni eigi sjálfrátt um; ferr þá ofan í tóna ok sér vegs ummerki, at Þorgeirr er kom- inn at ofanfalli. Tekr hann þá til hans ok kippir honum upp, enda var þá hvQnnin nær Qll upp tognuð. Þessu næst segir frá því, er hnútum er kastað í grandalausa gesti. Ktesippus heldur í veizlu biðlanna í höll Odysseifs storkandi ræðu, þar sem hann kveðst munu gefa skjólstæðingi Telemakkusar gestgjöf. Gjöf þessi reynist vera nautsfótur (XX, 299—302): Þá hann hafði sagt þetta, tók hann nautsfót, sem lá í körfunni, og kastaði af afli. Odysseifur vék höfði sínu lítið eitt til hliðar, glotti við tönn og hló kaldahlátri í hermdarhug, en nautsfóturinn, sem Ktesippus fleygði, lenti í veggnum. Áþekkt atvik kemur fyrir í Hrólfs sögu kraka (Fornaldars. Norðurlanda, Islendingasagnaútg., I, 64): Hirðmenn hafa nú sama vanda ok kasta fyrst beinum smám um þvert gólfit til Böðvars ok Hattar. Böðvarr lætr sem hann sjái eigi þetta. Höttr er svá hræddr, at hann tekr eigi mat né drukk, ok þykkir honum þá ok þá sem hann muni vera lostinn. Og nú mælti Höttr til Böðvars: „Bökki sæll, nú ferr at þér stór hnúta, ok mun þetta ætlat okkr til nauða.“ Böðvarr bað hann þegja. Hann setr við holan lófann ok tekr svá við hnútunni. Þar fylgir leggrinn með. Böðvarr sendir aftr hnútuna ok setr á þann, sem kastaði, ok rétt framan í hann með svá harðri svipan, at hann fekk bana. Sló þá miklum ótta yfir hirðmennina. Hetju- og riddarabókmenntir koma í einn stað niður, þar sem segir frá skilnaði og kveðjum eiginmanns og eiginkonu eða elskenda, rétt í þann mund, sem hinn feigi kappi heldur af stað í hinzta bardagann. Frægt dæmi úr Hómerskviðum er skilnaður Hektors og Andrómökku við Skehlið (Ilíonskv. VI, 389—496), og lýkur því á þessa leið (482—96): Að því mæltu lét hann son sinn í fang sinnar kæru konu, en hún tók hann í sinn ilmandi faðm og hló með tárin í augunum. En er maður hennar tók eftir því, viknaði hann, klappaði henni með hendinni, tók til orða og mælti: „Góða kona, gerðu það fyrir mig, vertu ekki of hrygg í huga, því engi mun mig til Hadesar senda fyrir forlög fram; en það hygg ég, að engi maður, þegar hann eitt sinn er fæddur, megi forðast skapadægur sitt, hvort sem hann er huglaus eða hraustmenni. En far þú nú til herbergis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.