Andvari - 01.01.1978, Blaðsíða 106
104
ÁKl GÍSLASON
ANDVARI
einnig kom út 31. janúar. Hálfum mán-
uði síðar, hinn 14. febrúar, kom 6.-7.
tölublað út.
Seinna sama ár, í 46.-47. tbl., 21.
september 1914, birtist tilkynning til
lesenda blaðsins. Segir þar, að vegna
kringumstæðna, sem ekki er nánar greint
frá, hafi Þjóðviljinn ekki komið út í
2 til 3 vikur. Hafi hann komið út oftar
fyrri hluta árs en ætlunin hafi verið.
Geri því lítið, þó að hlé verði á útkomu
blaðsins, það sé orðið á undan tíman-
um. Loks er minnzt á þá, er ekki kaupa
önnur blöð en Þjóðviljann og að þeir
megi síður missa blaðið en aðrir.
Blaðið Vísir var um tíma prentað í
prentsmiðju Þjóðviljans. Segir frá því
í 50. tbl. 28. árg. Þjóðviljans, hinn 30.
september 1914: „Blaðið „Vísir“, sem
prentað var í prentsmiðju vorri frá 4-
21. sept. þ. á. að báðum dögunum með-
töldum, er nú prentað í prentsmiðju hr.
Sveins Oddssonar, þ. e. prentsmiðju hr.
D. Östlunds, sem Sveinn o. fl. hafa ný-
lega keypt.“
1915 er síðasta árið, sem Þjóðviljinn
kemur út. Skúli lætur 29. árganginn
enda í október. í 51.-52. tbl. 29. árg.
Þjóðviljans, árið 1915, gefur Skúli þá
skýringu, að fyrsta tölublað Þjóðviljans
sé gefið út 30. október 1886. Þykir því
Skúla viðeigandi að láta 30. árganginn
byrja í nóvember. Kemur því 1. tölu-
blað 30. árgangs út hinn 3. nóvember.
Síðasta tölublað 30. árgangsins kemur
út 14. desember 1915. Bkki eru gefnar
skýringar á því, hvers vegna blaðið
hættir að koma út, né er neitt tilkynnt
um það fyrirfram. í 3.-4. tölublaði frá
17. nóvember 1915 er jafnvel auglýs-
ing, þar sem óskað er eftir nýjum kaup-
endum Þjóðviljans. Ekki virðist þá hafa
verið í ráði að hætta útgáfu blaðsins.
Theodóra Thoroddsen var Skúla mik-
il stoð og stytta við útgáfu Þjóðviljans.
Las hún oft prófarkir og þýddi einnig
neðanmálssögur. Ekki er að sjá, að hún
hafi sjálf skrifað í blaðið.
Upplag Þjóðviljans telur Þórður, sem
vann í prentsmiðju Þjóðviljans frá 1902
til 1911, að hafi verið um 1000 ein-
tök.°) í bréfi til Þorsteins Erlingssonar
5. maí 1895 segir Skúli, að kaupendur
Þjóðviljans unga séu þá um 1200.10) En
útbreiðsla blaðsins var mest í ísafjarðar-
sýslu, einnig eftir að prentsmiðjan
fluttist suður.
Skúli var mjög óánægður með, að ekki
var nein póstþjónusta á Álftanesinu, og
hafði hann reynt að fá þá þjónustu, en
án árangurs.11) Það var mikilvægt að
koma Þjóðviljanum sem fyrst til Reykja-
víkur og í skip til ísafjarðar. Gunnar
Sigurðsson ráðsmaður stóð oft í sendi-
ferðum frá Bessastöðum til Reykjavík-
ur vegna póstferða12), en prentararnir
höfðu einnig það starf að koma blaðinu
í póst í Reykjavík, og báru þeir út blað-
ið um Bæinn.13) Þórður Bjarnason segir,
að prenrararnir hafi farið gangandi með
blaðið í bæinn frá Bessastöðum.14)
Áður var gerð grein fyrir efnahags-
reikningi Skúla frá 1. janúar 1900. Eft-
ir að hann fluttist suður, var fjárhagur-
inn einnig alltaf góður. í 1. tbl. 1. árg.
Morgunblaðsins, árið 1913, er birtur
listi yfir þá íbúa bæjarins, er hafa meira
en 2000 kr. í árstekjur. Eru upplýsing-
arnar fengnar úr Tekju- og eignaskött-
um bæjarins 1914. Þar kemur í ljós, að
Skúli hafði 4000 kr. í tekjur og 45 kr.
í skatt og 16 kr. í eignaskatt af 400 kr.
eign. Ritstjórar blaðanna hafa haft sæmi-
lega góðar tekjur samkvæmt þessu sama
framtali. Benedikt Sveinsson, ritstjóri
Ingólfs, hafði 3000 kr. tekjur og Ólafur
Björnsson, ritstjóri ísafoldar, hafði 6000
kr, í tekjur.