Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 106

Andvari - 01.01.1978, Page 106
104 ÁKl GÍSLASON ANDVARI einnig kom út 31. janúar. Hálfum mán- uði síðar, hinn 14. febrúar, kom 6.-7. tölublað út. Seinna sama ár, í 46.-47. tbl., 21. september 1914, birtist tilkynning til lesenda blaðsins. Segir þar, að vegna kringumstæðna, sem ekki er nánar greint frá, hafi Þjóðviljinn ekki komið út í 2 til 3 vikur. Hafi hann komið út oftar fyrri hluta árs en ætlunin hafi verið. Geri því lítið, þó að hlé verði á útkomu blaðsins, það sé orðið á undan tíman- um. Loks er minnzt á þá, er ekki kaupa önnur blöð en Þjóðviljann og að þeir megi síður missa blaðið en aðrir. Blaðið Vísir var um tíma prentað í prentsmiðju Þjóðviljans. Segir frá því í 50. tbl. 28. árg. Þjóðviljans, hinn 30. september 1914: „Blaðið „Vísir“, sem prentað var í prentsmiðju vorri frá 4- 21. sept. þ. á. að báðum dögunum með- töldum, er nú prentað í prentsmiðju hr. Sveins Oddssonar, þ. e. prentsmiðju hr. D. Östlunds, sem Sveinn o. fl. hafa ný- lega keypt.“ 1915 er síðasta árið, sem Þjóðviljinn kemur út. Skúli lætur 29. árganginn enda í október. í 51.-52. tbl. 29. árg. Þjóðviljans, árið 1915, gefur Skúli þá skýringu, að fyrsta tölublað Þjóðviljans sé gefið út 30. október 1886. Þykir því Skúla viðeigandi að láta 30. árganginn byrja í nóvember. Kemur því 1. tölu- blað 30. árgangs út hinn 3. nóvember. Síðasta tölublað 30. árgangsins kemur út 14. desember 1915. Bkki eru gefnar skýringar á því, hvers vegna blaðið hættir að koma út, né er neitt tilkynnt um það fyrirfram. í 3.-4. tölublaði frá 17. nóvember 1915 er jafnvel auglýs- ing, þar sem óskað er eftir nýjum kaup- endum Þjóðviljans. Ekki virðist þá hafa verið í ráði að hætta útgáfu blaðsins. Theodóra Thoroddsen var Skúla mik- il stoð og stytta við útgáfu Þjóðviljans. Las hún oft prófarkir og þýddi einnig neðanmálssögur. Ekki er að sjá, að hún hafi sjálf skrifað í blaðið. Upplag Þjóðviljans telur Þórður, sem vann í prentsmiðju Þjóðviljans frá 1902 til 1911, að hafi verið um 1000 ein- tök.°) í bréfi til Þorsteins Erlingssonar 5. maí 1895 segir Skúli, að kaupendur Þjóðviljans unga séu þá um 1200.10) En útbreiðsla blaðsins var mest í ísafjarðar- sýslu, einnig eftir að prentsmiðjan fluttist suður. Skúli var mjög óánægður með, að ekki var nein póstþjónusta á Álftanesinu, og hafði hann reynt að fá þá þjónustu, en án árangurs.11) Það var mikilvægt að koma Þjóðviljanum sem fyrst til Reykja- víkur og í skip til ísafjarðar. Gunnar Sigurðsson ráðsmaður stóð oft í sendi- ferðum frá Bessastöðum til Reykjavík- ur vegna póstferða12), en prentararnir höfðu einnig það starf að koma blaðinu í póst í Reykjavík, og báru þeir út blað- ið um Bæinn.13) Þórður Bjarnason segir, að prenrararnir hafi farið gangandi með blaðið í bæinn frá Bessastöðum.14) Áður var gerð grein fyrir efnahags- reikningi Skúla frá 1. janúar 1900. Eft- ir að hann fluttist suður, var fjárhagur- inn einnig alltaf góður. í 1. tbl. 1. árg. Morgunblaðsins, árið 1913, er birtur listi yfir þá íbúa bæjarins, er hafa meira en 2000 kr. í árstekjur. Eru upplýsing- arnar fengnar úr Tekju- og eignaskött- um bæjarins 1914. Þar kemur í ljós, að Skúli hafði 4000 kr. í tekjur og 45 kr. í skatt og 16 kr. í eignaskatt af 400 kr. eign. Ritstjórar blaðanna hafa haft sæmi- lega góðar tekjur samkvæmt þessu sama framtali. Benedikt Sveinsson, ritstjóri Ingólfs, hafði 3000 kr. tekjur og Ólafur Björnsson, ritstjóri ísafoldar, hafði 6000 kr, í tekjur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.