Andvari - 01.01.1978, Síða 114
112
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Verður nú vikið að öðru íslenzku skáldi, er uppi var öld síðar, Halldóri skvaldra,
en um hann er raunar fátt vitað. Er til hans vitnað m. a. í frásögnum af Jórsalaför
Sigurðar konungs Magnússonar, svo sem af komu hans til Lizibónar, í 5. kapítula
Magnússona sögu í Heimskringlu. En um hana orti Halldór skvaldri:
Suðr vátt sigr enn þriðja,
snjallr, við borg, þás kalla,
lofðungs kundr, þars lenduð,
Lizibón, at fróni.
Vátt (þt. af vega) enn þriðja sigr suðr, snjallr lofðungs kundr, við borg þás kalla
Lizibón, þars lenduð at fróni.
Þá helt Sigurðr konungr vestr fyrir Spán heiðna ok lagði til borgar þeirar, er
kQlluð er Alkasse, ok átti þar fjórðu orrostu við heiðna rnenn ok vann borgina . . .
Svá segir Halldórr skvaldri:
Út frák yðr, þars heitir
Alkasse, styr hvassan,
folkþeysandi, fýsask
fjórða sinn at vinna.
Frák yðr, folkþeysandi, fýsask at vinna hvassan styr fjórða sinn út þars heitir
Alkasse.
í báðum þessurn vísum sjáum vér það gaman, sem Halldór skvaldri hefur
haft af hljóminum í þessum borgarnöfnum:
Lizibón, at fróni,
og
Alkasse, styr hvassan.
Gæti ekki viðurnefni skáldsins lotið að gáskafullum leik hans að orðum, sem
einhver, er kunni ekki slíkt að meta, hefur uppnefnt hann fyrir og skírt skvaldra-
nafni?
En Halldór skvaldri hefur ekki einungis tilfinningu fyrir því, sem hann heyrir,
heldur einnig því, sem hann sér. I vísu, sem hann yrkir um áttundu orustu Sigurð-
ar konungs, segir hann, að hún hafi verið háð á grænni Manork og menn konungs
hafi roðið örvar: grams ferð rauð Finns gjQld (sbr. frásögnina af Gusis nautum
í Örvar-Odds sögu).
En vísan er öll svo (í 7. kapítula Magnússona sögu):
Knátti enn en átta
oddhríð vakið síðan,
Finns rauð gjold, á grænni,
grams ferð, Manork verða.
Manork fnú Menorca) er granneyja Mallorca, sem svo mörgum íslendingum er
kunn á vorum dögum, en Halldór gat í annarri vísu fyrr í sama kapítula eyjarinnar
Ivizu (nú Ibiza), sem er þriðja aðaleyjan í þessum eyjaklasa. Mun skáldið naum-
ast hafa grunað það þá, að landar hans ættu eftir að flatmaga hundruðum saman
í sólinni á eyjum þessum meira en hálfri níundu öld síðar.