Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 101

Andvari - 01.01.1978, Page 101
ANDVARI BESSASTAÐAPRENTSMIÐJA OG BLAÐAÚTGÁFA SKÚLA THORODDSENS 99 Oft var lítið um erlendar fréttir í blað- inu, þegar bið var á skipakomu. Frétt- ir voru einatt ekki nýjar, 2ja til 3ja vikna og oft eldri. Mikil breyting varð á um fréttaflutning, er loftskeytasamband komst á við útlönd í júní 1905. Er skýrt frá því með mikilli hrifningu í Þjóð- viljanum 8. júlí 1905, að fyrsta „Mar- coni-loftskeytið“ hafi borizt hingað til lands 26. júní. Og enn verður mikil bót til batnaðar árið eftir, 1906, þegar ritsímasamband kemst á milli ísiands og útlanda. Það verður að segja, að tiltölulega iít- ið hafi verið um auglýsingar í Þjóðvilj- anum. Yfirleitt er um áttundi hluti efn- is blaðsins auglýsingar, en getur stund- um orðið fjórðungur. Aðallega er um að ræða vöruauglýsingar frá erlendum fyrirtækjum, en auglýsingar einstakra verzlana í Reykjavík eru fáar sem eng- ar, þegar Þjóðviljinn er á Bessastöðum. Meðan blaðið var gefið út á ísafirði, var hins vegar meira um auglýsingar verzl- ana þar. Að vonum er Þjóðviljinn ekki alls kostar ánægður með þann tekju- ruissi, sem blaðið verður þannig fyrir, en í 52. tbl. 19. árg. Þjóðviljans 1905, þar sem Skúli auglýsir blaðið, segir svo í lokin: „Af því að „Þjóðv.“ er eigi gefinn út í Reykjavík, flytur hann sjaldn- ar auglýsingar frá verzlunum og starfs- mönnum í höfuðstaðnum en Reykja- víkurblöðin, en þó að útgefandanum sé það vitanlega skaði, þá er það hagur fyrir blaðlesendurna, er fæstir kaupa blöðin í því skyni að lesa þar ýmiss konar - oft og tíðum miður ábyggi- legar - vörugyllingar.“ Þó að Þjóðvilj- inn flyttist til Reykjavíkur 1908, breytti Það litlu um auglýsingarnar. Lítið var um auglýsingar frá verzlunum í Reykja- yfk eftir sem áður. Skúli hafði áhuga á svo nefndri anda- trú. Hann keypti meðal annars tíma- ritið Light, en það er tímarit spíritista í Englandi. Hann sýndi starfsemi spírit- ista í Reykjavík áhuga og sótti þar fundi. í bréfi, er Skúli ritar konu sinni Theodóru á ísafirði 18. maí 1905, skrifar hann: „Flestir, sem á spíritisma minnast hér, kalla það tóma hrekki, enda hefur víst enginn reynt neitt þess háttar hér. - Þú munt nú fá daglegar fregnir af mér, með „öndunum“, gizka ég á, hversu áreiðanlegar sem þær kunna að vera."1) Einn helzti forvígismaður spíritista var Einar Hjörleifsson, ritstjóri Fjall- konunnar. Björn Jónsson, ritstjóri Isa- foldar, var einnig framarlega í flokki spíritista. Hófust fundir spíritista í Reykjavík veturinn 1904 til 1905. Var síðar stofnað félag, Tilraunafélagið, sem hélt fundi. Starfsemi spíritista í Reykja- vík varð fyrir árásum í stjórnarblöðun- um, Reykjavík og Þjóðólfi. Eru þeir þar m. a. kallaðir draugatrúarmenn. Þjóðviljinn tók lítinn þátt í þessum deilum. í grein í 49. tbl. 20. árg. Þjóð- viljans árið 1906 segir Skúli, að hann hafi verið meðlimur Tilraunafélagsins frá upphafi. Hann telur óheppilegt, að einstökum tilraunum spíritista sé lýsí nákvæmlega í blöðunum. Segir hann þekkingu almennings ekki nægilega til þess að skilja eða meta þær réttilega. í Þjóðviljanum var aðallega um að ræða almenna fræðslu og kynningu á spíritisma bæði hér og erlendis. í ársbyrjun 1904 fór Þjóðviljinn að birta stuttar frásagnir af „innlendum kynja-sögum“, undir fyrirsögninni „í rökkrunum". Skúli beinir því til les- enda, að þeir, sem kunna slíkar sögur, komi til blaðsins. Eru margar sögur í blaðinu frá lesendum. Sögurnar birtust óreglulega næstu fjögur árin, þ. e. 1904,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.