Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 28

Andvari - 01.01.1980, Side 28
26 LUDVIG HOLM-OLSEN ANDVAIU konungasögurnar, sem ég tala um. Snorra-Edda hefur einnig verið Norðmönnum mikils virði, en ekki á sama hátt og Heimskringla. Sturla Þórðarson segir ýtarlega frá ævi og störfum Snorra í Islendinga sögu sinni. Á sumt minnist hann einnig í Hákonar sögu Hákonarsonar. En á bók- menntaverk Snorra Sturlusonar minnist hann aðeins einu sinni. Það var ekki heldur bókmenntasaga, sem Sturla ritaði. Án efa hefur hann og landar hans aðrir vitað mun meira um sögu Snorra og verk. Engu að síður gleymdist það á Islandi, þegar fram liðu stundir, að Snorri ritaði það verk, er síðar var nefnt Heimskringla. Nafn Snorra er ekki að finna í neinu handriti að Heimskringlu, sem enn er varðveitt. Raunar virðist, að í lok miðalda hafi nafn hans aðeins verið að finna í einu af þeim handritum, sem bárust til Noregs. Enginn veit, hversu snemma konungasögur Snorra bárust til Noregs. Hann hefur án efa haft norska lesendur í huga, þegar hann ritaði sögurnar, og við viljum raunar trúa því, að hann hafi ritað sögurnar fyrir lesendur í hópi norsku yfirstéttarinnar. Má undarlegt teljast, ef hann hefur ekki sjálfur haft með sér eintak til Noregs í ferð sinni þangað árið 1237. Ein sönnun þess, hversu mikinn áhuga Norðmenn höfðu á konungasögum á miðöldum, er sú staðreynd, að flest þau Heimskringluhandrit, sem varðveist hafa, voru urn skeið í Noregi. Þar voru þau þegar á 16. öld, og þar hafa þau sennilega verið um langan aldur. Þar var Kringla og Jöfraskinna, Fríssbók og Eirspennill. Þar voru einnig önnur handrit, sem nú eru aðeins til brot af. Stefán Karlsson hefur fært að því líkur, að öll þessi handrit hafi verið skrifuð á íslandi fyrir norskan markað, þar sem áhugi var fyrir hendi. Þau handrit, sem enn eru varð- veitt, eru líka án efa aðeins brot af öllum þeim handritum, sem til voru á miðöldum. Flest hafa þau týnt tölunni í aldanna rás. Um miðja 16. öld kvartar Norðmaður einn, Laurents Hanssön, sem seinna kemur meira við sögu, um að fá handrit af konungasögum séu eftir í Noregi, og þó vitum við, að til voru fleiri handrit af Heimskringlu í Noregi á þeim tíma en nú eru varðveitt. Á þessum tíma, þ. e. a. s. á 16. öld, hafði tungumálið í landinu fjarlægst gamla málið svo mjög, að flestir Norðmenn gátu ekki skilið það. Danska var orðin hið opinbera mál í Noregi. Aðeins örfáir gátu lesið og skilið íislensk hand- rit. Laurents Hanssön var einn þeirra. Á 16. öld barst til Norðurlanda stefna sú, sem nefnd hefur verið húmanismi. Með henni barst norður áhugi á sögu fyrri alda, og þá voru dregin fram í dags- ljósið heimildarrit miðalda. I Björgvin myndaðist svolítill hópur af húmanistum, og meðal þeirra er að finna Laurents Hanssön og Mattis Störssön lögmann. Um 1550 unnu þeir báðir að því að þýða Heimskringlu á dönsku. Laurents Hanssön komst aðeins aftur í miðja söguna af Ólafi Tryggvasyni. Höfuðheimild hans var Fríssbók. Hann studdist þó við annað handrit af Heimskringlu, sem nú er glatað og við þekkjum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.