Andvari - 01.01.1980, Page 53
andvari
FRANZ SCIIUBERT
51
tilbrigðaþættinum um sönglagið „Dauðinn og stúlkan", er dregin upp ljúf og mild
táknmynd dauðans í tónum. Tónskáldið áréttir orð ljóðsins í undurfögrum söng:
dauðinn er mannsins vinur. Hann réttir hinum deyjanda hjálparhönd. Hann segir
við stúlkuna, sem óttast hann:
„Gib deine Hand, du schön und zart Gebild,
bin Freund und komme nicht zu strajen.
Sei guten Muts! ich bin nicht wild;
Sollst sanjt in meinen Armen schlajen.“
(Réttu mér hönd þína, fagra, ljúfa mær, ég er vinur þinn - kem ekki til að refsa.
Vertu óhrædd, ég beiti þig ekki ofbeldi. Þú skalt blunda blítt í örmum mér.)
Schubert dvelur um sumarið 1824 enn í Zelész hjá greifafjölskyldunni
Esterhazy, og vaknar þá hjá honum ást til Karólínu, yngri systurinnar, sem nú er
orðin 19 ára, draumeyg stúlka, stillt og tilfinninganæm. Hann semur fyrir hana
lög. Eitt af innilegustu píanóverkum hans, fantasían fyrir fjórhentan leik í f-moll
er henni eignuð. En þetta verk kom síðar til sögunnar og er eins konar hinzta
kveðja. Það komst ekki á prent fyrr en eftir dauða Schuberts.
Síðustu æviárin lifir hann í skugga dauðans. Hann veit, hvað bíður hans.
„Vetrarferðin“, söngvaflokkurinn, sem hann samdi 1827, ber þar um vitni. Enn
verður skáldið Wilhelm Muller, sá er kom honum í kynni við malarastúlkuna fögru,
förunautur hans. Nú ganga þeir ekki saman um blómabreiður, heldur um eyðihjarn.
Enginn lækur hjalar við þá, engir fuglar syngja, gargandi krákur eru á sveimi,
blómin dauð, frosin tárin. Á leiðarenda bíður þeirra „Der Leiermann", beininga-
maður með sveifarlýru, sem hann knýr án afláts berfættur úti á ísnum. Enginn
virðir hann viðlits né leggur pening í bollann hans. Karlhróið á aðeins tóman kvint
og fáeina slitna tóna á hljóðfæri sínu. „Á ég að koma með þér; viltu leika undir
ljóðum mínum?“ spyr skáldið. En tónskáldið Schubert sér þarna sjálfan sig.
Vetrarferðin var hans píslarganga.
í ævisögu Schuberts eftir Alfred Einstein er fróðlegur kapítuli um viðhorf
Schuberts til dauðans. Einstein segir þar réttilega, að það - að vera mikið tón-
skáld og mikill maður verði að fara saman og allir miklir andar þurfi að glíma við
það mikla vandamál lífsins, sem dauðinn er, - af afstöðu sinni til þess verði þeir
þekktir jafnt sem menn og listamenn. Eftirfarandi kafli úr bréfi Schuberts til
föður hans, rituðu í Steyr í Efra-Austurríki, þar sem hann er á ferðalagi, dagsettu
25. júlí 1825, gefur nokkra hugmynd um það:
„ . . . eins og dauðinn væri hið versta, sem fyrir okkur dauðlega menn gæti
komið! Ef hann (Schubert er að tala um bróður sinn, Ferdinand, sem var hug-
sjúkur) aðeins fengist til að líta til dýrðar náttúrunnar, til fjallanna, vatnanna, sem
ægja okkur og gætu virzt ætla að hrifsa okkur til sín eða kæfa okkur, væri hann
varla svo bundinn þessari fánýtu tilveru, að hann sæi ekki, hvílíka hamingju er