Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 53

Andvari - 01.01.1980, Page 53
andvari FRANZ SCIIUBERT 51 tilbrigðaþættinum um sönglagið „Dauðinn og stúlkan", er dregin upp ljúf og mild táknmynd dauðans í tónum. Tónskáldið áréttir orð ljóðsins í undurfögrum söng: dauðinn er mannsins vinur. Hann réttir hinum deyjanda hjálparhönd. Hann segir við stúlkuna, sem óttast hann: „Gib deine Hand, du schön und zart Gebild, bin Freund und komme nicht zu strajen. Sei guten Muts! ich bin nicht wild; Sollst sanjt in meinen Armen schlajen.“ (Réttu mér hönd þína, fagra, ljúfa mær, ég er vinur þinn - kem ekki til að refsa. Vertu óhrædd, ég beiti þig ekki ofbeldi. Þú skalt blunda blítt í örmum mér.) Schubert dvelur um sumarið 1824 enn í Zelész hjá greifafjölskyldunni Esterhazy, og vaknar þá hjá honum ást til Karólínu, yngri systurinnar, sem nú er orðin 19 ára, draumeyg stúlka, stillt og tilfinninganæm. Hann semur fyrir hana lög. Eitt af innilegustu píanóverkum hans, fantasían fyrir fjórhentan leik í f-moll er henni eignuð. En þetta verk kom síðar til sögunnar og er eins konar hinzta kveðja. Það komst ekki á prent fyrr en eftir dauða Schuberts. Síðustu æviárin lifir hann í skugga dauðans. Hann veit, hvað bíður hans. „Vetrarferðin“, söngvaflokkurinn, sem hann samdi 1827, ber þar um vitni. Enn verður skáldið Wilhelm Muller, sá er kom honum í kynni við malarastúlkuna fögru, förunautur hans. Nú ganga þeir ekki saman um blómabreiður, heldur um eyðihjarn. Enginn lækur hjalar við þá, engir fuglar syngja, gargandi krákur eru á sveimi, blómin dauð, frosin tárin. Á leiðarenda bíður þeirra „Der Leiermann", beininga- maður með sveifarlýru, sem hann knýr án afláts berfættur úti á ísnum. Enginn virðir hann viðlits né leggur pening í bollann hans. Karlhróið á aðeins tóman kvint og fáeina slitna tóna á hljóðfæri sínu. „Á ég að koma með þér; viltu leika undir ljóðum mínum?“ spyr skáldið. En tónskáldið Schubert sér þarna sjálfan sig. Vetrarferðin var hans píslarganga. í ævisögu Schuberts eftir Alfred Einstein er fróðlegur kapítuli um viðhorf Schuberts til dauðans. Einstein segir þar réttilega, að það - að vera mikið tón- skáld og mikill maður verði að fara saman og allir miklir andar þurfi að glíma við það mikla vandamál lífsins, sem dauðinn er, - af afstöðu sinni til þess verði þeir þekktir jafnt sem menn og listamenn. Eftirfarandi kafli úr bréfi Schuberts til föður hans, rituðu í Steyr í Efra-Austurríki, þar sem hann er á ferðalagi, dagsettu 25. júlí 1825, gefur nokkra hugmynd um það: „ . . . eins og dauðinn væri hið versta, sem fyrir okkur dauðlega menn gæti komið! Ef hann (Schubert er að tala um bróður sinn, Ferdinand, sem var hug- sjúkur) aðeins fengist til að líta til dýrðar náttúrunnar, til fjallanna, vatnanna, sem ægja okkur og gætu virzt ætla að hrifsa okkur til sín eða kæfa okkur, væri hann varla svo bundinn þessari fánýtu tilveru, að hann sæi ekki, hvílíka hamingju er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.