Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 74

Andvari - 01.01.1980, Side 74
72 SVEINN SKORRI IIÖSKULDSSON ANDVAIU háðu lífsbaráttu sína í nýju og framandi umhverfi vestur á sléttum Ameríku. Menn biðu frétta af ættingjum og vinum er bárust í einkabréfum og blaðafregnum að vestan. Þessi áhugi á örlögum Vestur-Islendinga hafði þó einnig breiðari almenna skír- skotun. Meginflaumur Ameríkuferðanna féll sömu ár og íslenskt fólk var almennt að vakna til vitundar um rétt sinn og stöðu í samfélagi þjóða. Því var einatt litið á farnað Islendinga í fólksblöndu Vesturheims sem dæmi þess hversu þeir dygðu borið saman við aðra. Velgengni eða afrek íslenskra manna þar vestur í hafi þjóðanna - hvort heldur verklega hagnýt eða á sviði vísinda og lista - voru skoðuð sem sönnun eða a. m. k. vísbending þess að íslendingar væru líka menn með mönnum. „Góðar fréttir“ af löndum vestra voru þannig siðferðilegur stuðningur við meginstef þjóðernislegrar og menningarlegrar baráttu Islendinga á fyrstu áratug- um þessarar aldar sem fólst í því að stappa stálinu í sjálfsvitund þjóðarinnar - að menna hana, sýna henni og sanna að hún gæti staðið eigin fótum sakir sérstæðrar menningar og getu til að lifa mannsæmu lífi. Þetta íslenska mat á hlutskipti og högum landa vestan hafs féll öldungis í sama farveg og stefna Vestur-íslendinga í þjóðernis- og menningarmálum. Frá öndverðu var hinn rauði þráður hennar ofinn tveimur meginþáttum: Að reynast nýtir þegnar í sínum nýju heimkynnum og varðveita jafnframt sem best séríslensk menningareinkenni og arfleifð. Þennan tón slógu þegar oddvitar íslensku frumbyggjanna vestra eins og séra Jón Bjarnason og Einar Hjörleifsson Kvaran, og þeir strengir hafa jafnan hljómað síðan. Leyfist okkur nútímamönnum e. t. v. í framhaldi af þessu að spyrja þeirrar spurningar hvort örlög íslenskrar tungu, þjóðernis og erfða meðal íslendinga í Vesturheimi gefi nokkra vísbendingu um lífsmagn og gildi íslenskrar menningar á okkar dögum. I Vesturheimi voru íslendingar dæmigerður og fámennur „minnihlutahópur“ eins og nú er kallað. Er líklegt að tungu og sérstakri menningu smáþjóða muni í framtíð búin áþekk hætta af fjölþjóðlegum menningariðnaði stórvelda sem hugsan- lega verði dreift um víða veröld með tölvutækni og gervitunglum þeirra af viðlíka ágengni og landar vestra bjuggu við forðum af engilsaxnesku umhverfi sínu? II Mikilvægasti liðurinn í starfsemi Vestur-íslendinga til viðhalds íslenskri menn- ingu og þjóðerni hefur verið verndun tungu sinnar og rækt við bókmenntir sínar. í þeirri baráttu hefur útgáfa bóka, tímarita og blaða verið gildasti þátturinn. Utgáfustarfsemi Vestur-íslendinga hefur verið með ólíkindum mikil en verður ekki rakin hér,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.