Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1980, Page 75

Andvari - 01.01.1980, Page 75
andvari í MINNINGU GUTTORMS 73 Aðeins skal á það minnt að varla höfðu fyrstu landnemarnir komið sér fyrir í bjálkahúsum sínum í óbyggðum Nýja íslands er þeir tóku að huga að blaðaútgáfu og kom fyrsta blað þeirra, Framfari, út í Lundi í Fljótsbyggð 1877-80. Síðan kom Leifur út í Winnipeg 1883-86, en sama ár og hann leið undir lok var Heimskringla stofnuð og Lögberg tveimur árum síðar. Þau blöð koma enn út - elst íslenskra blaða. Síðustu áratugina hafa þau verið sameinuð. Til marks um það hve þessi blaðaútgáfa var þróttmikil má geta þess að síðasta áratug 19. aidar og fyrstu árin eftir aldamótin voru íslensku Winnipegblöðin stærstu blöð sem út komu á íslensku. Það varðaði og ekki litlu að kringum 1890 störfuðu við þau þeir menn sem þá stóðu í fremstu röð íslenskra blaðamanna og rithöfunda: Einar Hjörleifsson Kvaran, Gestur Pálsson og fón Ólafsson. Auk blaðanna hafa Vestur-íslendingar gefið út ótrúlega mörg tímarit, mis- langlíf að vísu, og skal aðeins minnt á tvö þau merkustu: Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar 1895-1954 og Tímarit Þjódræknisfélags íslendinga 1919-68. Öll þessi blöð og tímarit hafa verið vettvangur vestur-íslenskra rithöfunda og skálda. Þar náðu þau eyrum landa sinna og þar háðu þau sitt langa varnarstríð til viðhalds íslenskri tungu og menningu vestan hafs. í orðum þeirra hefur íslensk hugsun birst vestur í miðri Ameríku. III Þrjú ljóðskáld eru nafnkunnust úr hópi Vestur-íslendinga: Stephan G. Stephansson, Kristján N. Júlíus (Káinn) og Guttormur J. Guttormsson. Mállegar forsendur þessara manna til skáldskapariðkana voru þó næsta ólíkar. Stephan G. fluttist fyrst til Ameríku 1873, árið sem hann varð tvítugur, og Káinn fór 1878, þá átján ára gamall. Þeir voru því báðir nær fullþroska menn, er þeir komu vestur, og máltilfinning þeirra og tungutak hefur fyrst og fremst mótast í því norðlenska bændasamfélagi þar sem þeir uxu upp á Islandi. Guttormur fæddist hins vegar vestra 21. nóv. 1878 á Víðivölium við Islend- ingafljót í Manitoba norður af Winnipeg. Foreldrar hans höfðu flust til Kanada þremur árum áður. Hann var því sonur fyrstu landnemakynslóðarinnar og mál hans og tungutak voru mótuð vestra. Til Islands kom hann ekki fyrr en árið sem hann varð sextugur 1938. Skáldmál Guttorms er þannig annars vegar vaxið úr þeim jarðvegi er mál- notkun landnemanna á Nýja íslandi bjó honum og hins vegar agað við lestur þeirra bóka er hann átti kost á. Með miklum rétti má því líta á skáldverk og bókmenntaiðju Guttorms sem gleggra dæmi um viðnámsþrótt og lífsmagn íslenskrar tungu og ritmenningar and- spænis framandi áhrifum en verk áður nefndra skáldbræðra hans í Vesturheimi er báðir bjuggu að alíslensku uppeldi fram undir tvítugt. Guttormur ólst upp við þær mállegu aðstæður að geta orðið tvítyngdur. Opin- bert mál Manitobafylkis var enska og auk íslenskunnar mun hann hafa numið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.