Andvari - 01.01.1980, Page 93
ANDVARI
KENNING LORDS OG PARRYS
91
Þá nemur hann söguefni kvæðanna, til dæmis frásagnir um hetjur, fjarlæg lönd
og forna siði. Smám saman fer hann að skynja stef kvæðanna, hin föstu orða-
sambönd og loks bragarháttinn (um stef, sjá síðar). Næsta stig hefst, þegar læri-
sveinninn reynir fyrir sér sjálfur. Hann þreifar fyrir sér með lag og takt og lærir
að koma orðum sínum fyrir innan þeirra marka, sem atkvæðalengd Ijóðlínunnar
setur honum, en í Júgóslafíu er hún tíkvæð og bragarhátturinn rímlaus. Að lok-
um lærist honum að smíða stef og raða þeim saman, svo að úr verði kv^eði. Þetta
þrep námsins endar, þegar hinn upprennandi kvæðamaður hefur tileinkað sér að
minnsta kosti einn réttkveðinn brag.
Lokastig þessarar þjálfunar er fyrst og fremst aukin færni í kvæðasköpun til
að hafa sem bezt úrval kvæða handa áheyrendum. Tæknin skiptir hér öllu máli,
því að kvæðamaðurinn lærir ekki kvæði annarra utanað, heldur hlerar eftir sögu-
efni og stefjum. Sama er að segja um hans eigin kvæði. Þau eru ekki heldur lögð
á minnið í eiginlegri merkingu, enda aldrei nákvæmlega eins í flutningi. Skýring
þessa atriðis felst í því kveðskaparmáli, sem kvæðamaðurinn hefur tileinkað sér.
Hann hefur lært að kveða og hlusta, eins og barn lærir að tala tungumál, enda
þótt það stafróf, sem hann notar, sé nokkuð frábrugðið.
Föst orðasambönd.
Föst orðasambönd (formúlur) eru smæstu einingarnar í skýringum Lords og
Parrys á munnlegum kveðskap. Þessa einingu hefur Parry skilgreint sem hvern
þann hóp orða sem jafnaðarlega er beitt við sömu bragfræðilegar aðstæður til að
láta í Ijós ákveðna hugmynd. Hin ytri mörk þessarar einingar eru því ljóðlínan
sjálf, og getur fast orðasamband verið hluti hennar, t. d. fjögur eða sex atkvæði
eða öll tíu atkvæði ljóðlínunnar.
Ef litið er nánar á skilgreiningu Parrys, má sjá, að í henni felst meðal annars
tilraun til að losna við þann orðaforða, sem áður hafði verið notaður til að fjalla
um þetta efni, til dæmis endurtekningar og „klisjur". Að dómi Parrys var sá
hængur á þessum orðum, að þau lýstu fyrirbærinu, sem um var að ræða, óná-
kvæmt auk þess að láta í ljós heldur klént álit á því. Nauðsynlegt er að átta sig
á því, að föst orðasambönd eru engin vélræn tugga, heldur valin og mótuð jafn-
óðum og kveðið er. Þau eru lausn kvæðamannsins á því vandamáli að þurfa að
yrkja hratt af munni fram, en gæta jafnframt þess, að ljóðlínan uppfylli öll þau
skilyrði, sem bragarhátturinn setur.
Það leiðir af sjálfu sér, að þau föst orðasambönd, sem algengust eru, sam-
svara hversdagslegustu hugmyndum kveðskaparins. Oft tengjast þau nafni hetj-
unnar, sem ort er um, uppruna hans eða hennar og athöfnum. Einkum eru manna-
nöfn þægilegur snagi til að hengja á atkvæði. í ljóðlínu eins og „Vino pije
Kraljevicu Marko“ (Marko Kraljevic drekkur vínið) er viðurnefnið Kraljevic
(þ. e. prins eða konungssonur) hiklaust notað til að fylla línuna. Annað dæmi um