Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1980, Síða 93

Andvari - 01.01.1980, Síða 93
ANDVARI KENNING LORDS OG PARRYS 91 Þá nemur hann söguefni kvæðanna, til dæmis frásagnir um hetjur, fjarlæg lönd og forna siði. Smám saman fer hann að skynja stef kvæðanna, hin föstu orða- sambönd og loks bragarháttinn (um stef, sjá síðar). Næsta stig hefst, þegar læri- sveinninn reynir fyrir sér sjálfur. Hann þreifar fyrir sér með lag og takt og lærir að koma orðum sínum fyrir innan þeirra marka, sem atkvæðalengd Ijóðlínunnar setur honum, en í Júgóslafíu er hún tíkvæð og bragarhátturinn rímlaus. Að lok- um lærist honum að smíða stef og raða þeim saman, svo að úr verði kv^eði. Þetta þrep námsins endar, þegar hinn upprennandi kvæðamaður hefur tileinkað sér að minnsta kosti einn réttkveðinn brag. Lokastig þessarar þjálfunar er fyrst og fremst aukin færni í kvæðasköpun til að hafa sem bezt úrval kvæða handa áheyrendum. Tæknin skiptir hér öllu máli, því að kvæðamaðurinn lærir ekki kvæði annarra utanað, heldur hlerar eftir sögu- efni og stefjum. Sama er að segja um hans eigin kvæði. Þau eru ekki heldur lögð á minnið í eiginlegri merkingu, enda aldrei nákvæmlega eins í flutningi. Skýring þessa atriðis felst í því kveðskaparmáli, sem kvæðamaðurinn hefur tileinkað sér. Hann hefur lært að kveða og hlusta, eins og barn lærir að tala tungumál, enda þótt það stafróf, sem hann notar, sé nokkuð frábrugðið. Föst orðasambönd. Föst orðasambönd (formúlur) eru smæstu einingarnar í skýringum Lords og Parrys á munnlegum kveðskap. Þessa einingu hefur Parry skilgreint sem hvern þann hóp orða sem jafnaðarlega er beitt við sömu bragfræðilegar aðstæður til að láta í Ijós ákveðna hugmynd. Hin ytri mörk þessarar einingar eru því ljóðlínan sjálf, og getur fast orðasamband verið hluti hennar, t. d. fjögur eða sex atkvæði eða öll tíu atkvæði ljóðlínunnar. Ef litið er nánar á skilgreiningu Parrys, má sjá, að í henni felst meðal annars tilraun til að losna við þann orðaforða, sem áður hafði verið notaður til að fjalla um þetta efni, til dæmis endurtekningar og „klisjur". Að dómi Parrys var sá hængur á þessum orðum, að þau lýstu fyrirbærinu, sem um var að ræða, óná- kvæmt auk þess að láta í ljós heldur klént álit á því. Nauðsynlegt er að átta sig á því, að föst orðasambönd eru engin vélræn tugga, heldur valin og mótuð jafn- óðum og kveðið er. Þau eru lausn kvæðamannsins á því vandamáli að þurfa að yrkja hratt af munni fram, en gæta jafnframt þess, að ljóðlínan uppfylli öll þau skilyrði, sem bragarhátturinn setur. Það leiðir af sjálfu sér, að þau föst orðasambönd, sem algengust eru, sam- svara hversdagslegustu hugmyndum kveðskaparins. Oft tengjast þau nafni hetj- unnar, sem ort er um, uppruna hans eða hennar og athöfnum. Einkum eru manna- nöfn þægilegur snagi til að hengja á atkvæði. í ljóðlínu eins og „Vino pije Kraljevicu Marko“ (Marko Kraljevic drekkur vínið) er viðurnefnið Kraljevic (þ. e. prins eða konungssonur) hiklaust notað til að fylla línuna. Annað dæmi um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.