Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 7
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON:
Sigurður Þórarinsson
i
Snemmsumars skömmu fyrir stríð sigldi skip frá Akureyri til Dalvík-
ur. Á þilfari voru allmargir farþegar á ferð milli fiskiplássa, þreytulegt
fólk í vaðmálsfötum sem horföi mest í gaupnir sér, sumir að bíða eftir
sjóveikinni. En á þilfarinu var einnig maður nokkur þeygi stórvaxinn
en heimsmannslega til fara, í frakka með mjúkan hatt og leðurhanzka.
Það var Sigurður Þórarinsson, kominn í sumarheimsókn eítir nokk-
urra ára dvöl í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Heldur þótti mönn-
um hinn ungi heimsmaður spjátrungslegur, og keyrði þó um þverbak
þegar hann tók fram gítar og fór að syngja þarna á dekkinu fyrir
fólkið. Eftir nokkurn söng gerði hann hlé á og spurði: „Hvað er þetta,
stlið þið ekki að leyfa dömunum að sitja?“ Ekki mátti á milli sjá hvort
konum eða körlum þótti þessi afskiptasemi verri, eða það fáránlegra að
kalla vaðmálsklæddar fískkerlingar „dömur“. Þó siluðust nokkrir á fæt-
ur og létu „dömunum" sæti sín eftir, en þær þorðu ekki annað en
þiggja. Hinn ungi heimsmaður hóf nú upp sönginn á ný og í þetta sinn
toku nokkrir krakkar og unglingar undir. Þeir sáu í þessu uppreisn og
nýjung.
Á Dalvík steig Sigurður Þórarinsson frá borði í jarðfræðierindum.
Sumarið 1934 hafði hann komið þangað til að kanna ummerki jarð-
skjálftans, sem þar hafði orðið. Sigurður hafði einmitt verið staddur hjá
velgerðamönnum sínum, konsúlshjónunum Ryel á Akureyri, þegar
skjálftinn reið yfír, var fljótur á staðinn. Átti það eftir að vera einkenn-
andi fyrir hann, hve fljótur hann var að átta sig, koma auga á rann-
soknarefni og gera því skil. Um þennan skjálfta, og könnun sína á af-
leiðingum hans, skrifaði hann sína fyrstu fræðiritgerð í erlent tímarit.1
Svo virtist mönnum, sem Sigurður væri jafnan manna heppnastur og
fengi rannsóknarefni nánast upp í hendurnar. Hann var ekki fyrr
kominn til íslands eftir 15 ára dvöl erlendis en Hekla tók að gjósa eftir
‘ddarlanga hvíld, og þannig var hann í þeim hópi íslenzkra jarðfræð-
lnga sem fyrstir urðu vitni að eldgosi og fengu tækifæri til að rannsaka