Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 10

Andvari - 01.01.1985, Page 10
8 SIGURÐUR STF.INPÓRSSON ANDVARI þvert. Hvar skyldi hinn parturinn vera? Síðan samdi Sigurður við bónda um að hann mætti f'ara með Fjalarstúfinn á Pjóðminja- safnið og það gerði hann. Og viti menn, þar var hinn stúfurinn og hafði verið það síðastliðin 66 ár. Féll nú sagarfarið saman og kom í ljós að sagað hafði verið þvert yfir mannsmynd á hestbaki og reyndist maður sá vera heilagur Georg að keyra lensu sína í drek- ann ógurlega. Fjölina má sjá í fornaldardeild Þjóðminjasafnsins. Er hún meðal merkilegustu útskurðarminja frá miðöldum og Sankti Georg heill heilsu. Annað dæmi: Snemma sumars 1945 sagði Sigurður Þórarins- son mér að hann hefði verið uppi á Hrunamannaafrétti að skoða eldfjallaöskulög (hvað annað?) og meðal annars komið við á Þór- arinsstöðum þar sem væru góðar rústir af fornaldarbæ líkt og í Stöng. Hann sagðist hafa grafið niður með skálavegg innanverð- um til þess að kanna dýpt ofan á gólfið og sjá hvernig vikurinn eða askan væri í sárið. Á holubotninum var lögulegur steinn fast við vegginn, og á honum trónaði ljómandi snotur ljósakola, út- höggvin úr steini. „Tóftin hlýtur að vera barmafull af merkileg- um forngripum,“ sagði Sigurður, „úr því að svona góður hlutur finnst í þessari einu þröngu holu. Þú verður að fara og grafa þetta upp.“ Mér fannst Sigurður hafa lög að mæla, fékk samþykki hjá yfirboðara mínum, Matthíasi Þórðarsyni, og fór með nokkr- um liðsmönnum upp á Hrunamannaafrétt og þar grófum við upp allan bæinn. Hann var ágætur, merkilegur miðaldabær. En forngripir voru þar alls engir sem undir því nafni stæðu, nema kolan hans Sigurðar. Þarna hafði hann með smáreku sinni ramb- að beinleiðis ofan á eina nýtilega hlutinn sem til var í þessum stóra bæ. Hver skyldi hafa vísað honum á að grafa einmitt þarna? Enn eitt dæmi: Haustið 1970 var Sigurður Þórarinsson ásamt Einari á Skammadalshétl að kanna afstöðu milli mannvistarlaga og gjóskulaga rétt hjá bæjarrústunum þar sem fyrrum var bærinn Fell í Mýrdal og áin Klifandi brýtur nú bakka og hefur lengi gert. Sem nú Sigurður er að snurfusa sárið í árbakkanum til þess að greina gjóskulagið og umhverfi þess sér hann glytta á fíngerðan odd úr eirblendingi, dregur þetta síðan með varúð út úr stálinu og sér að þetta er forláta nál með oddi og auga og öllu þar á milli. \ Svo rækilega var nálin fyrir neðan gjóskulagið, að bersýnilegt var að þarna hafði einhver týnt henni áður en það eldgos varð sem gjóskuna lét eftir sig. Eldgosið hafði með öðrum orðum átt sér stað eftir að land byggðist. Nálin góða átti sinn þátt í að staðfesta 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.