Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 11

Andvari - 01.01.1985, Page 11
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 9 þetta. Sagt hefur verið að það taki sinn tíma að finna saumnál í heysátu. En Sigurði Þórarinssyni tókst á stuttri dagstund að fínna saumnál í sjöhundruð ára gömlum ruslahaug.' En hinn prúðbúni og gítarspilandi farþegi á þilfarinu forðum sýndi líka aðra hlið á Sigurði Þórarinssyni, sem var jafnheima í glöðum veizlusal og að pjakka í mógröf. Halldór Laxness lagði út af þessu í lít- illi grein í afmælisritinu Eldur er í norðri, sem Sögufélag gaf út í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar 1982. Þar segir: Skemtilegri mann en Sigurð, og meiri prýði í gestastofu, hef ég fáa vitað; og eins þótt honum liggi ekki hátt rómur. Leingi hafði mér orðið starsýnt á hálsbindi hans slegið úr smíðuðu silfri, en þegar ég spurði hvar fáist svona hálsbindi, hló hann við og sagði „hvergi“. Þessi fínbygði hámentamaður, ólíklegur til þrekrauna, og ég hafði staðið að því í samkvæmum að hafa á valdi sínu manna fjölbreyttasta skrá af glaðværum gítarssaungvum, — ein- mitt hann hafði þá æðri köllun að vera, þvert ofaní vomur veður- stofunnar, fyrstur manna á vettváng þar sem voru að verki þau eldspúandi fjöll ásamt með jarðskjálftum og jökulhlaupum sem guð hefur gefið oss íslendíngum til áminníngar um endi heims- ins. í miðri stórhríð eru Sigurði Þórarinssyni þetta tiltölulega ör- uggir staðir. í svona einkennilegum plássum tekur hann fram hljóðfæri sitt í náttstað og sýngur einsog hér byggi hið sanna líf: María María María María María María. ’ II Sigurður Þórarinsson fæddist 8. janúar 1912 á Hofi í Vopnafirði. I Vopnafirði ólst hann upp en var sendur í skóla á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum þar vorið 1931. Sama haust hóf hann nám í jarð- og landafræði í Kaupmannahöfn, fluttist ári síðar til Stokkhólms og lauk þar doktorsprófi vorið 1944. í Svíþjóð kynntist hann konu sinni Ingu; þau komu heim 1945 og starfaði Sigurður fyrst hjá Atvinnudeild Háskóla íslands og Rannsóknaráði ríkisins en var skipaður forstöðumaður jarðfræðideildar Náttúrugripasafns íslands um áramótin 1946/47. Veturinn 1950/51 og haustið 1953 var hann settur prófessor í landafræði við Stokkhólmsháskóla, og 1968 gerðist hann prófessor í jarðfræði og landafræði við Háskóla íslands. Jafn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.