Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 12
10
SIGURÐUR STEINPÓRSSON
ANDVARI
framt var hann forstöðumaður jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar
háskólans. Sigurður lézt 8. febrúar 1983.
Um svo ljölhæfan mann sem Sigurður Þórarinsson var, og með svo
mörg áhugamál, er vandi að velja efnisröð, og er sá háttur hafður á að
fylgja eftir hverjum þætti ævi hans og starfa frá upphafi til enda. Sig-
urður kom svo víða við á lífsleiðinni, sem vísindamaður, kennari, far-
arstjóri, fyrirlesari, samkvæmismaður og vísnasöngvari, örlagavaldur í
ævi manna og baráttumaður fyrir ýmsum málefnum, að engin leið er
að gera öllum þeim þáttum jöfn skil. I þessari grein er lögð höfuð-
áherzla á störf Sigurðar sem jarðfræðings, en aðrir þættir raktir minna
eða þeirra lítillega getið. Aðalheimildir um skapandi störf Sigurðar eru
að sjálfsögðu ritverk hans sjálfs. Þorleifur Einarsson skrifaði yfxrlits-
grein um ævi hans og störf í fyrrnefnt afmælisrit, Eldur er í norðri, og
þar er einnig að finna skrá yfir ritverk Sigurðar, en viðauki við rit-
skrána birtist í 34. árgangi Jökuls. I Verkfrœðingatali, Kennaratali, Islenzk-
um Hafnarstúdentum og íslenzkum samtíðarmönnum er að finna æviágrip
Sigurðar í beinagrindarformi; að auki hefur hér verið stuðzt við af-
mælis- og minningargreinar um Sigurð, ritið Kólonía í hálfa öld sem Is-
lendingafélagið í Stokkhólmi gaf út, og við ýmsar upplýsingar manna
sem þekktu Sigurð.
III
Foreldrar Sigurðar Þórarinssonar voru Snjólaug Filippía Sigurðar-
dóttir, járnsmiðs á Akureyri Sigurðssonar, og Þórarinn Stefánsson,
bóndi í Teigi í Vopnafirði. Þórarinn í Teigi var kominn í ljórða lið af
Þórarni Jónssyni presti í Múla í Aðaldal, þeim er orti Tíðavísurnar
um árin 1801—1815. Þórarinn í Múla var „skjótgáfaður maður og
skemmtinn"4 og skáld gott. Bræður hans voru Benedikt skáld og yfir-
dómari Gröndal, móðurafi Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræð-
ings, og Guðmundur Jónsson bóndi á Krýnastöðum í Eyjafírði, langafi
Stephans G. Stephanssonar. Sonur sr. Þórarins í Múla var Stefán, síð-
ast prestur á Skinnastað, en hans sonur Þórarinn snikkari á Skjöldólfs-
stöðum, langafí Sigurðar Þórarinssonar. Þórarinn snikkari Stefánsson
bjó fyrst í Öxarfírði og í Kelduhverfi áður en hann fltittist að Skjöld-
ólfsstöðum; hann var þríkvæntur, og missti fyrri konurnar báðar.
Hann átti Stefán í Teigi, afa Sigurðar Þórarinssonar, með fyrstu konu
sinni, Kristínu Gunnlaugsdóttur frá Hallormsstað. Hún var systir
Stefáns land- og bæjarfógeta í Reykjavík, þess er lét árið 1848 „festa
upp svohljóðandi auglýsingu og gera hana með trumbuslætti almenn-