Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 22

Andvari - 01.01.1985, Side 22
20 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI var lærð í frönsku og frönskum bókmenntum, og hafði fengizt við ljóðaupplestur. Hin fyrstu hjúskaparár sín lifðu þau Sigurður við mjög þröng kjör, eins og flest námsfólk. Eftir að Sigurður fór að vinna á rit- stjórn Bonniers batnaði fjárhagurinn verulega. Hafa það vafalaust verið mikil viðbrigði fyrir Ingu að flytjast hingað til lands í stríðslok með tvö smábörn, efnin fremur lítil og Sigurður á tíðum ferðalögum. En hún reyndist mikilhæf kona og manni sínum traustur og þolinmóður lífs- förunautur. Snjólaug, dóttir þeirra Ingu og Sigurðar, fæddist 12. febrúar 1943, og urðu þær mæðgur að sitja eftir í Svíþjóð vegna æsku hennar þegar Sigurður flaug heim rétt fyrir stríðslok. Sonur þeirra, Sven Þórarinn, fæddist 26. júní 1945. Snjólaug er B. A. í ensku og fulltrúi hjá Lands- virkjun, gift Friðleifi Jóhannssyni viðskiptafræðingi, en Sven Ph. D. í reiknifræði, dósent við Háskóla íslands og kvæntur Mary Bache menntaskólakennara, af skozk-enskri ætt. IX Það var upphaf tæplega hálfrar aldar samskipta Sigurðar Þórarins- sonar við Vatnajökul og Grímsvötn, að morgun einn um mánaðamótin marz-apríl 1934 las hann í einu Stokkhólmsblaðanna að farið væri að gjósa í Vatnajökli og að vatnsflóð hlypi yfír Skeiðarársand. Hann hafði þá dvalizt þrjá vetur við nám erlendis án þess að fara heim á sumrin, og ætlaði ekki heldur heim þetta sumar. En fregnin um Skeiðarárhlaupið varð til þess að hann tók fyrstu skipsferð frá Höfn til Reykjavíkur og liélt austur á Skeiðarársand með Pálma Hannessyni rektor og danska landfræðiprófessornum Nielsi Nielsen. Var Nielsen þá nýkominn úr leiðangri til gosstöðvanna í Grímsvötnum ásamt Jóhannesi Áskelssyni, Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og fleirum. Var þetta í fyrsta sinn sem jarðfræðingum hafði gefizt kostur á að kanna Grímsvatnagos og Skeiðarárhlaup. Þar sem Sigurður kannaði hin stórfenglegu ummerki hlaupsins, vaknaði með honum aukinn áhugi á Vatnajökli og jöklafræði, og urðu jöklarannsóknir meðal aðalviðfangsefna hans æ síðan. Sumarið eftir var hann í leiðangri Pálma Hannessonar til að kanna Eyjabakkajökul, en vorið og sumarið 1936 tók hann þátt í hinum langa sænsk-íslenzka leiðangri á austurhluta Vatnajökuls, sem þeir stjórnuðu Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Hans Ahlmann. Höfðu þeir hundasleða til að létta sér ferðir um jökulinn. Næstu tvö sumur hélt Sigurður áfram rann- sóknum þess leiðangurs, og vorið 1938 varð enn stórhlaup úr Gríms-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.