Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 24

Andvari - 01.01.1985, Page 24
22 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARl Skarphéðinn á Vagnstöðum ásamt fólki sínu með afkomu neðri hluta Hoffells- og Heinabergsjökuls með því að setja upp stikur og lesa af þeim þar til þær sukku í snjó um veturinn. Bættu þær mælingar heild- arrannsóknina, sem líklega er hin samfelldasta og ítarlegasta sem enn hefur verið gerð hér á landi í jöklafræði. Um Vatnajökulsrannsóknirnar gáfu þeir Sigurður og Ahlmann út röð tiíu ritgerða í tímaritinu Geografiska Annaler á árunum 1937 til ’40. Meðal þeirra voru fyrrnefndar ritgerðir Sigurðar um Hoffellsjökul og um jökulstífluð vötn á íslandi. Ritgerðasafn þetta var gefið út sérprent- að 1943 undir heitinu Vatnajökull. Scientifiic Results of the Swedish-Ice- landic Investigations 1936-37-38, 306 blaðsíðna bók. Ennfremur birti Sigurður yfirlitsgrein árið 1940 um stærð og hopun jökla um allan heim og breytingar á sævarmagni vegna þess. Hefur verið vísað í þá grein allt fram á síðustu ár, og niðurstöðutölum hennar lítt verið hnik- að þrátt fyrir nýjar upplýsingar og bætta reiknitækni. Aðra yfirlitsgrein birti hann í Geografiska Annaler (1943) um jöklabreytingar á íslandi í 250 ár.16 X Þrátt fyrir langa dvöl á Vatnajökli og könnun tveggja stórra Skeiðar- árhlaupa átti það ekki fyrir Sigurði að liggja að koma í Grímsvötn fyrr en 10 árum seinna, í ágústmánuði 1946. Var það í leiðangri sem Stein- þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, stjórnaði, en þá var í fyrsta sinn farið um Vatnajökul á vélsleða. Sigurður Þórar- insson vann þá ýmis verkefni á vegum Rannsóknaráðs, og veturinn 1945-46 hafði hann aðstoðað Steinþór við undirbúning væntanlegs Vatnajökulsleiðangurs með því að tína saman úr blöðum vitneskju um gos í Vatnajökli, og einkum stefnu á gosmekki úr byggð með það fyrir augum að staðsetja eldstöðvarnar. Varð það upphafið að bók um sögu Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa sent út kom 1974, að því er Sig- urður segir í eftirmála hennar.17 í leiðangrinum 1946 var m. a. mæld stærð þess svæðis sem hallar inn að Grímsvatnalægðinni, og ákoma þess. Eftir að Jón Eyþórsson hafði stofnað Jöklarannsóknafélag íslands 1950 og Guðmundur Jónasson fundið Hófsvað á Tungnaá sama ár, jókst mjög mannaferð á Vatnajökul. Hefur verið íarinn árlegur leiðangur í Grímsvötn síðan 1953, lengst af undir stjórn Sigurðar Þór- arinssonar meðan hans naut við. Hefur þannig safnazt mikil vitneskja um afkomu Vatnajökuls og um hæðarbreytingar í Grímsvötnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.