Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 28
26 SIGURÐUR STEINPÓRSSON ANDVARI menn eigi á sjó róa fyrir myrkri fyrir norðan land. Þetta gjörðist iij. jdus julij [13. júlí]. Á þeim tíma kom upp eldur í Sikiley og brenndi tvö biskupsdæmi. Item sjöttu nótt jóla varð jarðskjálfti svo rnikill fyrir sunnan land, að jörðin skalf víða. Féll bær í Skarði hinu eystra. Þar í kirkjunni var mikill málmpottur festur við brúnásinn. Honum barði svo [við] rjáfrið kirkjunnar af skjálft- anum, að braut pottinn. Kistur tvær stóðu og í anddyrinu. Þeim barði saman svo af landskjálftanum, að báðar braut í smá mola.21 Af þessari lýsingu þótti einsýnt, að efra ljósa lagið á Norðurlandi væri frá Heklugosinu 1300, svo og ljósi vikurinn ofan á bæjarústum í Þjórs- árdal, enda hlyti öskulag sem svo mikið væri á Norðurlandi að vera þykkt og gróft í innanverðum Þjórsárdal. Árið 1939 hafði Sigurður ekki fundið annað lag í Þjórsárdal sem komið gæti heim við lýsingu Einars Hafliðasonar á Heklugosinu 1300. Þeir prófessorarnir Ólafur Lárusson og Jón Steffensen höfðu fært fram ýmis gild rök gegn tímasetningu Sigurðar á eyðingu Þjórsárdals, sem m. a. byggðust á íjölda beinagrinda í kirkjugarðinum á Skeljastöð- um. í ritgerðinni „Eyðing Þjórsárdals“, sem birtist í Skírni 1940, hélt Ólafur Lárusson því fram að Þjórsárdalur hefði farið í eyði um miðja 11. öld, og hefðu bændur flosnað upp vegna harðinda um miðbik aldarinnar sem annálar geta um, óöld í kristni. Taldi hann, að með því að ekki hefðu verið grafnir nema rúmlega 60 manns á Skeljastöðum, hefði kristin byggð vart verið við lýði í dalnum nema um hálfa öld. í rit- gerð sinni í Forntida gárdar lagðist Jón Steffensen mjög á sveif með Ólafi Lárussyni. Samkvæmt nákvæmum rannsóknum hans fundust bein 66 manna í Skeljastaðakirkjugarði, að meðtöldum þremur beina- grindum sem teknar voru þar 1931 og síðan varðveittar á Þjóðminja- safninu. Alls 59 beinagrindur voru úr fólki tvítugu og eldra. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að enda þótt gert væri ráð fyrir að allt að 70 manns tvítugir og eldri hefðu verið grafnir þar, sent væri frekar of en vanreiknað, hafi kristin byggð ekki verið þar nema um hálfa öld (bls. 231-234). Sigurður Þórarinsson lét ekki sannfærast af rökum þeirra Ólafs og Jóns og benti m. a. á að varlegt væri að treysta mjög beinum úr Skelja- staðakirkjugarði því óvíst væri hversu margar beinagrindur hefðu horflð þaðan af manna- eða náttúrunnar völdum: I ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá Minnanúpi, „Um Þjórsárdal" segir: „Framan undir grastónni hefir blásið upp talsvert af mannabeinum; sjást enn leifar af þeint, en eyðast hvað af hverju, sem von er.“22 Daniel Bruun, sem kont
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.