Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 29

Andvari - 01.01.1985, Side 29
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 27 í Pjórsárdal 1896, segir í F'ortidsminder og Nutidshjem að „en Kirkegaard forraades ved de hvide Menneskeknogler, som ligger spredt paa den sorte Aske. Blæsten har afdækket alt dette.“2i Og Jón Ófeigsson segir frá því í Arbók Ferðafélags Islands 1928 (bls. 22) að á Skeljastöðum hafi fyrir nokkrum árum fundizt tvær höfuðkúpur og hafi a. m. k. önnur þeirra verið tekin burt. Heklugosið 1947—48 varð Sigurði og fleiri íslenzkum jarðfræðingum nrjög lærdómsríkt. Enda þótt upphafshrina þess væri alláköf, myndað- ist ekki mikil ljós gjóska, og hún var heldur ekki eins kísilrík og ljósu Heklulögin - fyrsta gjóska Heklu 1947 hafði um 62% kísilsýru, en ljósi vikurinn í Þjórsárdal 67%. Nú varð ljóst að hin stóru, ljósu gjóskulög marka upphaf goshrinu í Heklu, en síðari gos í hverri hrinu ná aldrei slíkri stærð eða súrleika. Ennfremur kom í ljós, að meginhluti gjósk- unnar sem verður til í Heklugosi myndast á skömmum tíma í upphafi gossins. Stendur gjóskuhrina þessi yfírleitt svo stutt, að ntegnið af gjóskunni berst til einnar áttar og myndar tiltölulega mjóan öskugeira í nánd eldfjallsins, þótt vindátt breytist skjótt hér á landi. Þessi fyrsti hluti gjóskunnar er tiltölulega súr og mun ljósari en hin fíngerða aska er dreifist síðar í gosinu til ýmissa átta. Þess vegna verður að mæla snið allþétt allt í kringum fjallið til þess að geta með öryggi tengt gjóskulög í nágrenni Heklu réttu gosi. Með þennan skilning að leiðarljósi hóf Sigurður mælingar öskulaga umhverfis Heklu árið 1947, og reyndist það margra sumra íhlaupavinna. Kom í ljós, að dökkt lag, sem Sigurð- ur hafði merkt H 1693 í hinni upphaflegu Þjórsárdalsrannsókn sinni, var í rauninni H 1300, og hafði meginlagið lent austan við Stöng. Og í ljósi þess, hve sérstætt að stærð og efnasamsetningu ljósa lagið í Þjórs- árdal og á Norðurlandi er, hlaut það að tengjast þeim stað í annálum þar sem segir stuttlega fyrir árið 1104: „Elds uppkoma hin fyrsta í Heklufelli.“24 Féll Sigurður opinberlega frá ártalinu 1300 í grein í Þjóð- viljanum, „Sitt af hverju um sumarrannsóknir“.2:’ En hvað þá með beinin á Skeljastöðum, sem bentu til miðrar 11. aldar? í útvarpserindi 1964, sem prentað er í Árbók Hins íslenzka forn- leifafélags 1967, segir Sigurður frá endanlegri lausn þessarar gátu: Nær 30 beinagrindur höfðu verið teknar úr Skeljastaðakirkjugarði sumarið 1935 og fluttar til Þýzkalands. Söguna hafði Sigurður eftir Kjartani Péturssyni, slökkviliðsmanni í Reykjavík, sem verið hafði nteð í för þegar beinin voru tekin í Þjórs- árdal. En forsprakkinn var Eiður Kvaran, sem stundað hafði mann- fræðirannsóknir í Greifswald í Þýzkalandi veturinn áður, og þýzkur kollega hana Wolf Rottkay. Hugðist Eiður nota beinin til mælinga á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.