Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 30

Andvari - 01.01.1985, Page 30
28 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANIIVARI vexti og líkamsbyggingu fornmanna. Leitaði hann til Kjartans, sem var kunningi hans og hafði víða ferðazt um ísland, og benti hann þeim Eiði á Skeljastaðakirkjugarð sem líklegan til fanga — sagði „að sér væri kunnugt um að læknastúdentar hefðu komizt yfir hauskúpur og önnur bein úr Skeljastaðakirkjugarði í Þjórsárdal, enda myndi þar mikið af beinum að hafa.‘iíí(5 Beinin flutti Eiður með sér til Þýzkalands um haustið, og þar dó hann úr berklum 1939. En til beinanna spurðist aldrei síðan, hvorki þeirra sjálfra né til nokkurra lýsinga eða vísindalegra pappíra. Hér var þá komin skýring á því, að þær 63 grafir sem Matthías Þórðarson fann á Skeljastöðum sumarið 1939 voru nær allar austan kirkjustæðisins í garðinum, en Matthías taldi orsökina vera annaðhvort þá, að aðallega hafi verið grafið austan til í garðinum, eða að vesturhlutinn hefði eyði- lagzt meira af vindrofi. En nú mátti telja líklegt að um eða yfir 100 manns tvítugir og eldri hefðu verið grafnir á Skeljastöðum, og benda þá útreikningar Jóns Steffensens einnig til þess að byggðin hafi farið í eyði nærri aldamótum 1100. XII Þegar Sigurður „lokaðist inni“ í Svíþjóð vegna stríðsins hafði hann á prjónunum verkefni sem hann hugðist vinna á íslandi sumurin 1940 og ’41. Var það í framhaldi af rannsóknunum í Þjórsárdal 1939 og skyldi fjalla um landfræðilega þróun íslands eftir ísöld, og einkum breytingar á loftslagi og gróðurfari á fyrstu öldum byggðar í landinu. En með því að hann komst ekki til íslands sneri hann sér í staðinn að heimildarannsóknum sem urðu mikilvægur þáttur í doktorsritgerð hans, Tefrokronologiska studier pa Island, sem hann varði við Stokkhólms- háskóla 1944. Gerðist Sigurður svo slyngur rannsóknarmaður fornra heimilda að heimspekideild Háskóla íslands kjöri hann heiðursdoktor 1961 fyrir framlag sitt til íslenzkrar sagnfræði. Um þetta atriði sagði Sigurður í viðtali við Kristin E. Andrésson 1969: Þegar ég tók að kanna íslenzkar heimildir, máldaga og annað, í sambandi við öskulagarannsóknir mínar, tók ég í fyrstu allt gott og gilt, sem þar var skrifað um aldur máldaga o. s. frv. En Jón prófessor Helgason las yfir handrit af hluta doktorsritgerðar minnar og athugasemdir hans á spássíum tortímdu trúgirni minni, svo að síðan hefi ég verið varkárari í þeim sökum og reynt að kanna sjálfur heimildagildi. Ég hefí í því efni notið aðstoðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.