Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 31

Andvari - 01.01.1985, Side 31
ANDVARI SIGURÐUR ÞÓRARINSSON 29 ágætra manna, einkum Magnúsar Más Lárussonar og Jakobs Benediktssonar.2/ íslenzkar heimildir var auðvitað fyrst og fremst að finna á bókasöfn- um í Kaupmannahöfn. Sigurður sat í Svíþjóð yfir doktorsritgerð sinni, en Þjóðverjar löttu mjög til ferðalaga yfir sundið. Þó komst hann a. m. k. einu sinni til Hafnar í heimildaleit og hafði með sér úr þeirri för mörg kort í mælikvarða 1:100 000 af hálendi íslands, sem unnin voru af danska herforingjaráðinu á stríðsárunum. Mun Bandamönnum hafa þótt þetta góður fengur en Þjóðverjar vart hafa sleppt kortunum ef þeir hefðu vitað af farangri Sigurðar. Jakob Benediktsson, sem var í Kaupmannahöfn stríðsárin, sendi honum einnig upplýsingar sem hann vantaði. Stríðið varð þannig til þess að binda Sigurð yfir doktors- ritgerð sinni, og óbeint til þess að beina honum inn á brautir heimilda- könnunar, en á þeim þætti hafa öskulagarannsóknir hans ekki sízt byggzt. Jafnframt var hann í ritstjórn alfræðibókar Bonniers eins og fyrr sagði, og taldi sig æ síðan hafa búið að þeim vinnubrögðum sem hann lærði þar. Tefrokronologiska studier pá Island er mikið rit, 217 prentaðar síður. Orðið „tefrókrónólógia“ bjó Sigurður til og þakkaði því orði síðar, e. t. v. af óþörfu lítillæti, alþjóðlega frægð gjóskulagafræðinnar og sína eig- in. I áðurnefndu viðtali í Tímariti Máls og menningar 1969 segir hann: Það er ofmikið sagt, að ég sé höfundur nýrrar fræðigreinar, en e. t. v. má segja, að ég hafi átt verulegan þátt í tilurð hennar. Ég hefi þegar nefnt að við Hákon Bjarnason hófum þessar rannsóknir í sameiningu. Brennandi áhuga hans á ég mikið að þakka og án að- stoðar hans hefði ég ekki getað ferðazt utn landið eins mikið og ég gerði. Þess skal og getið, að um það leyti sem við Hákon hófum rannsóknir tók gagnfræðaskólakennari, Shinohu Yamada, austur í Hokkaídó í Japan, að vinna að hliðstæðum rannsóknum. En fáir verða spámenn í föðurlandi sínu. Rannsóknir Yamada vöktu litla athygli og það var ekki fyrr en upp úr styrjaldarárunum sem öskulagarannsóknir hófust fyrir alvöru í Japan, og þá fyrir áhrif frá íslandi. En ég verð að segja, að ég hálf fyrirvarð mig er ég var kynntur fyrir Yamada á heimaey hans, Hokkaídó, fyrir nokkrum árum, og þessi fágaði, fíngerði maður, nokkru eldri en ég, kastaði sér fram á hendurnar og snart góliið með enninu til að votta mér virðingu sína. Ég hefði átt að gera hið sama. Ég hygg, að það hafi ráðið nokkru um frama þessarar fræðigreinar og tengt henni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.