Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 34

Andvari - 01.01.1985, Side 34
32 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI grandað mörgum. Þetía vissu Bretar, en þó gat ekkert fengið þá til að lengja leið sína vestur fyrir. Enda fór það svo, að eitt skipið í lestinni varð fyrir skeyti. Stóðu þeir Sigurður og Þorbjörn á dekki og horfðu til lands þegar þetta gerðist, en áttu hálftæmd glös undir þiljum því þeir höföu verið að skála fyrir landsýninni. Sagði Þorbjörn þá: „Ég held ég fari niður og klári úr glasinu." Sagði Sigurður þessa sögu til marks um stáltaugar Þorbjarnar. Þegar heim kom fékk Sigurður starf sem sérfræðingur á Iðnaðar- deild Atvinnudeildar háskólans og hjá Rannsóknaráði ríkisins, en framkvæmdastjóri þess var þá Steinþór Sigurðsson. Störfuðu þeir sam- an að ýmsum jökla- og eldfjallarannsóknum unz Steinþór beið bana við Heklu haustið 1947. Einnig hóf Sigurður stundakennslu í Mennta- skólanum í Reykjavík og hélt því áfrarn í eina tvo áratugi. Þá vann hann einnig allmikið að undirbúningsrannsóknum vegna virkjana fyrir Raforkumálaskrifstofuna, svo sem við Fossá við Olafsvík, Göngu- skarðsá, Þverá í Steingrímsfirði og Neðri-Fossa í Laxá í Þingeyjarsýslu. Urðu störf hans við Laxá til þess að hann tók að rannsaka eldstöðvar og hraun við Mývatn, sem hann síðan skrifaði um fjölda ritgerða. Vegna hugmynda um virkjun Jökulsár á Fjöllum rannsakaði hann einnigjarð- fræði Jökulsárgljúfra rækilega og þá um leið breytingar á farvegum ár- innar og rofsögu gljúfursins með tilstyrk öskulagafræðinnar. Hafa niðurstöður þeirra rannsókna reynzt óbrotgjarnar þótt mikið verk hafi verið unnið þarna síðan. Hinn 1. janúar 1947 voru þeir Sigurður og dr. Finnur Guðmunds- son dýrafræðingur skipaðir forstöðumenn Náttúrugripasafnsins. í skipunarbréfi Sigurðar segir að hann sé ráðinn til þess „unz öðruvísi kann að verða ákveðið, að veita Náttúrugripasafninu forstöðu í sam- vinnu við dr. Finn Guðmundsson. Ber yður og dr. Finni að gera hingað tillögur um framtíðarskipan safnsins og vera ráðuneytinu til aðstoðar um væntanlega samninga við háskólann varðandi safnið og húsakynni |)ess. Ennfremur er yður falið: að hafa með höndum eðlileg samskipti á sviði náttúruvísinda við fræðimenn annarra þjóða og koma skipun á þau, að gera, ásamt rannsóknaráði ríkisins, tillögur og áætlanir um heild- arrannsókn landsins, að veita jarðfræðilega aðstoð og leiðbeiningar um opinberar fram- kvæmdir, þar sem slíks er þörf, að annast, samkvæmt nánari fyrirmælum ráðuneytisins, kennslu í náttúrufræði, ef kennsla í þeirri fræðigrein verður hafin við háskól- ann.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.