Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 35
ANDVARI
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
33
Á stríðsárunum höfðu verið uppi ráðagerðir um að hefja kennslu í
náttúrufræði við Háskóla íslands en fjárveitingar ekki fengizt. Um
svipað leyti var Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi, sem átti og rak Nátt-
úrugripasafnið, heimilað að byggja safnhús á háskólalóðinni. Kom þó
brátt í ljós að félagið haíði ekki bolmagn til að reisa slíka byggingu og
ríkisstjórnin ófús að kosta hana. Varð þá að samkomulagi milli ríkis-
stjórnar og háskólans, að safnhús yrði reist fyrir fé Happdrættis háské)l-
ans og var ráðinn arkitekt og skipuð byggingarnefnd í janúar 1946.
Áttu Finnur og Sigurður sæti í henni auk ntanna frá háskólanum. Með
bréfi dags. 16. júní 1947 afltenti Náttúrufræðifélagið ríkinu safnið,
sem var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu, í sambýli við Lands-
bókasafn og Þjóðminjasafn. Yfirtók ríkið Náttúrugripasafnið um ára-
mótin 1946/47 og réð því forstöðumenn. Ári seinna, í ársbyrjun 1948,
bættist í hópinn Guðni Guðjónsson grasafræðingur. Hans naut ekki
lengi við, því hann andaðist á gamlaársdag sama ár.
Ný lög um Náttúrugripasafn íslands voru sett 1951. Samkvæmt þeim
var heimilt að skipa þrjá deildarstjóra við safnið, dýrafræðing, grasa-
fræðing og jarðfræðing, og skyldu þeir vera forstöðumenn safnsins til
skiptis í þrjú ár hverju sinni. Grasafræðingur kom ekki að safninu í
stað Guðna Guðjónssonar fyrr en um áramótin 1958/59, er Eyþór Ein-
arsson kom heim frá námi. Þá var Guðmundur Kjartansson jarð-
fræðingur kominn að safninu, en síðasta nýja staðan bættist því um
miðjan sjöunda áratuginn, og eru nú sex sérfræðingar við það, tveir á
bverri hinna þriggja deilda.
Teikningar Gunnlaugs Halldórssonar að nýju náttúrugripasafni
voru samþykktar í byggingarnefnd 1947 og í háskólaráði 1948. Var
þar gert ráð fyrir tveimur sýningarsölum fyrir almenning, samtals 570
fermetra, bókasafni, fyrirlestrasal, tilraunastofu og miklu geyntslu-
rými fyrir náttúrugripi; ennfremur vinnuherbergjum fyrir þrjá deild-
arstjóra og sex sérfræðinga að auki. Skyldi búsið rísa sunnan við bá-
skólabygginguna þegar lokið væri frágangi á háskólalóðinni sem þá var
að heíjast. Þegar loks kom að framkvæmdum árið 1952 var teikningin
orðin sex ára og var skipuð nefnd til að endurskoða hana. Skyldi stefnt
að því að bygging gæti hafizt 1. maí 1953. Þeir Finnur og Sigurður fóru
fram á nokkra stækkun vinnuherbergja og lentu málin þá í þrefi sem
snerist um þrjá þætti einkum, heppilegt lóðarstæði - hinn fyrirhugaði
staður sunnan við háskólann var talinn of lítill ef byggingin yrði stækk-
uð að mun — íjárhagsgetu Háskólahappdrættis og um fjárfestingarleyfi
hins opinbera, sem að lokum var synjað um.29
3