Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 36

Andvari - 01.01.1985, Page 36
34 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI Þegar árið 1948 voru húsnæðismál safnsins leyst þannig til bráða- birgða, að geymslur og vinnustofur voru fluttar í hið nýbyggða hús Þjóðminjasafnsins við Hringbraut en sýningarsalurinn var áfram í Safnahúsinu, í óþökk Landsbókasafns sem orðið var aðkreppt um búsnæði. Arið 1960 var sýningarsalnum lokað og gripirnir settir í geymslu, enda margir orðnir svo illa farnir að verulegt átak varð að gera til að koma upp nýju sýningarhæfu safni. Fór svo fram til 1967 er nýr sýningarsalur var opnaður í húsi Sveins Egilssonar við Hlemmtorg, en safnið hafði verið flutt þangað 1959. Hafði Háskólinn keypt hæð í því húsi og innréttað fyrir Náttúrugripasafnið þegar ljóst var orðið að ekki yrði af byggingu að sinni. Situr enn við sama um þau mál. Árið 1965 samþykkti Alþingi ný lög um almennar náttúrurannsókn- ir og Náttúrufræðistofnun er koma skyldu í stað laganna um Náttúru- gripasafn íslands frá 1951. Með hinum nýju lögum er nafni stofnunar- innar breytt í Náttúrufræðistofnun íslands og lögð áherzla á rannsókn- ir safnmanna, því stofnunin skal vera „miðstöð almennra vísindalegra rannsókna á náttúru íslands.“ Um þessar mundir voru einnig sam- þykkt ný lög um rannsóknastofnanir atvinnuveganna, náttúrufræði- kennsla við háskólann var í sjónmáli, og náttúrufræðirannsóknir höfðu verið teknar upp við aðrar stofnanir, Raforkumálaskrifstofuna ogýms- ar deildir Atvinnudeildar háskólans. Munu starfsmenn Náttúrugripa- safnsins hafa óttazt að þeir lentu utan við hið nýja kerfi, og því beitt sér fyrir nýjum lögum sem legðu áherzlu á rannsóknatilgang Náttúru- fræðistofnunar. Sigurður Þórarinsson var 36 ára þegar hann hóf störf á Náttúru- gripasafninu 1948, og þar var starfsvettvaíigur hans þar til hann gerð- ist prófessor í jarðfræði og landafræði við Háskóla íslands haustið 1968. Þótt á ýmsu gengi með húsnæðis- og byggingarmál safnsins voru þetta að ýmsu leyti hans beztu ár sent vísindamanns. Rannsóknarað- staða var lengst af ákjósanleg, einkum í hinu nýja húsnæði við Hlemmtorg, og með því að Sigurður var fremur lítill „safnmaður" að eigin sögn og ekkert sýningarsafn að hugsa um, gat hann einbeitt sér að rannsóknum sínum. XIV Hinn 29. marz 1947 hófst gos í Heklu. Náttúrufræðingar og aðrir áhugamenn voru fljótir á vettvang, enda var þetta fyrsta gos nærri byggð síðan Katla gaus 1918 og bílaöld þar að auki gengin í garð. Var V
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.