Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Síða 69

Andvari - 01.01.1985, Síða 69
ANDVARI GUÐMUNDUR G. HAGALÍN (57 við það viðhorf, sem hjá skáldinu hefir skapast gagnvart efninu - og geta fangbrögð skáldsins við stílinn kostað ærin átök og áreynslu. En þetta er ekki nóg. Ýmislegt af því er skáldið hafði viðað að sér fellur ekki inn í ramma stílsins og þeirrar heildarniðurstöðu, sem skáldið hefír komist að áður en það fór að skrifa. Og þá verður þetta ekkí nothæft. Stundum sýnir það sig líka, að efnið hefir ekki verið nægi- lega upplýst, skortir blæ þess ytri eða innri veruleika, sem skáldið krefur að náist í formuninni. Þá þarf að bæta við nýjum manneskj- um, sem borfa á annan veg við efninu en hinar, búa til nýja atburði, er leiða fram þessi viðhorf. Og eins og tjáir ekki að lofa því að fljóta með, sem annað hvort er óþarft eða leiðir athyglina að öðru en því, sem á að upplýsa, því sem er aðalatriðið í augum höfundar, eins tjáir ekki að skirrast við að nota það, sem skýrir og skerpir hina ákveðnu drætti, sem skáldinu virðast einkennandi fyrir viðhorf þess við við- fangsefninu. Það er sama hvort það er ljótt, fallegt, vont, gott, það er litur, sem eykur á innra eða ytra veruleikagildi myndarinnar sem heildar. I framhaldi af þessu skýrir Cuðmundur gildi tveggja lýsinga, sem marga höfðu hneykslað: á samförum Daða og Ragnheiðar í Skálholti Guðmundar Kambans, og á uppboðinu í smásögunni „Nýja ísland“ eftir Halldór l.axness. En við grípum niður í því sem hann segir um félagslegt hlutverk skáldskapar: Með þessari greinargerð hér á undan og þessum dæmum, sem ég hefí tekið, hefi ég viljað gera skýra afstöðu hins sanna skálds gagnvart efninu og list sinni. Einmitt það, sem stenst fyrir dómi skáldsins sem vtri vottur þess, er innra með því býr, verður að koma fram - verður að fá að standa. Annars verður afstaða skáldsins gagnvart formun efnisins óviss, login, dauf og dauð, en það er skáldsins ómótstæðilega þrá, að kafa í djúp viðfangsefnanna og gefa þeim frá viðhorfi síns vitsmuna- og tilfinningalífs sem sannasta og innilegast lifáða úrlausn. Ég þarf í rauninni ekki að segja tneira um afstöðu skáldanna til þeirra krafna, sem lesendurnir gera til þeirra. hau geta ekki í skáld- ritum sínum, ljóðum, leikritum eða sögum, gengið á mála nema mis- þvrma því dýpsta í skáldskaparhneigð sinni, þörfínni til að forma efnið í sem fyllstu samræmi við þeirra eigið viðhorf, mótað af ótal mismunandi áhrifum fortíðar og nútíðar og þeirra drauma, sem þessi áhrif tengja við framtíðina. Vissulega getur gott skáldverk tekið afstöðu, segir Guðmundur í frant- haldi af þessu, en skáldið verður þá að vera sjálfboðaliði, sem laðast einlæg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.