Andvari - 01.01.1985, Page 91
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON OG MENNINGARSJÓÐUR
89
njóta til þess styrks af almannafé, ályktar stjórn Þjóðvinafélagsins að
bjóða Bókadeild Menningarsjóðs samvinnu um starfsemi þessa með
þeint hætti er hér segir:
Bókadeild Menningarsjóðs afhendi Þjóðvinafélaginu með sérstök-
um samningi tiltekinn hluta af upplagi þeirra bóka, er deildin gefur
út og félagið óskar að fá handa félögum sínum. Jafnframt skuldbind-
ur stjórn félagsins sig til að leggja allt kapp á að fjölga félagsmönnum
sínum hvarvetna um landið til þess að hinn sameiginlegi tilgangur
þessara stofnana megi nást sem fyrst og komist á tryggan fjárhagsleg-
an grundvöll.
Menntamálaráð samþykkti með samhljóða atkvæðum að ganga að fram-
anskráðu tilboði Þjóðvinafélagsins.
A fundi Menntamálaráðs 3. maí 1939 var samþykkt í einu hljóði tillaga
frá formanni og Guðmundi Finnbogasyni um stefnumörkun úgáfunnar.
Hún var á þessa leið:
Menntamálaráð ákveður að auka um næstu áramót Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og taka að gefa út:
A. Fræðirit frumsamin eða þýdd, helst um þær vísindagreinar sem
lítið hefir verið ritað um á íslensku.
B. Urval íslenskra ljóða frá síðari öldum.
C. Nokkurt úrval erlendra bókmennta.
Ritin skulu vera á fögru máli, auðskilin og vel til þess fallin að glæða
sjálfsnám og menntaþorsta almennings.
VI
Stjórnendur Máls og menningar sátu ekki auðum höndum. I byrjun júlí-
mánaðar 1939 var skýrt frá fyrirhuguðu útgáfustórvirki á vegum þess
félags. Hér var um að ræða fimm binda ritverk í stóru broti, og hafði það
hlotið nafnið Arfur íslendinga. Skyldi eitt bindið fjalla um náttúru íslands,
tvö bindi um bókmenntir og listir og tvö bindi um líf og sögu þjóðarinnar,
siða- og trúarskoðanir og alþýðumenningu. Hafði Sigurður Nordal tekið
að sér ritstjórn verksins og hugðist sjálfur rita tvö síðasttöldu bindin að
mestum hluta.
Það var á ýmissa vitorði, að Sigurður Nordal hafði um langt skeið unnið
að riti um íslenska menningn. Má geta þess, að þegar á fyrsta fundi Bóka-
deildar Menningarsjóðs 8. mars 1929, er þetta bókað:
Þá skýrði Sigurður Nordal frá því, að hann mundi bráðlega konia
iram með tilmæli um, að útgáfudeildin gæfi út bók sína um íslenska
menningu. Engin ályktun tekin um það að sinni.