Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Síða 94

Andvari - 01.01.1985, Síða 94
92 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI mesta athygli afar hörð gagnrýni Halldórs Laxness, sem fann flestum bókunum og úgáfunni í heild margt til foráttu. Blandaðist þar inn í upp- gjör við Jónas Jónsson af ástæðum, sem brátt verða raktar. En staðreynd er það, að Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins varð með kostum sínum og göllum áberandi þáttur íslensks menningarlífs og átti tvímæla- laust þátt í því, að víða mynduðust og eíldust heimilisbókasöfn, þar sem lítil eða nær engin voru fyrir. VII En Jónas Jónsson stóð í fleiri stórræðum en bókaútgáfu um þessar mundir. Hann átti manna mestan þátt í því, að við afgreiðslu íjárlaga fyrir árið 1940 var gerð sú breyting, að laun og styrkir, sem veittir höfðu verið rithöfundum, skáldum og öðrum listamönnum, voru hreinsaðir jafnt af 18. sem 15. grein fjárlaga, en ein heildarupphæð skyldi koma í þeirra stað. Var Menntamálaráði jafnframt falið að úthluta því fé. Urðu urn þessa breyt- ingu harðar deilur, bæði á Alþingi og í blöðunt. Einkum voru skiptar skoðanir um það, hvort fella ætti listamenn niður af 18. grein. Blaðið Pjóð- viljinn, sem barðist ákaft gegn breytingunni, kvað Jónas Jónsson vera hér á ferðinni, hann réði öllu í Menntamálaráði og fengi með þessu „langþráða aðstöðu til þess að beita kúgun gegn frjálslyndum skáldum og listamönn- um.“ í desember 1939, meðan fjárlagafrumvarpið fyrir 1940 var enn lil með- ferðar, rituðu fjórtán þjóðkunnir menntamenn Alþingi bréf, þar sem þeir vöruðu sterklega við hinni fyrirhuguðu breytingu. Fyrstur ritaði undir bréf þetta Sigurður Nordal. Bréfritarar telja mjög varbugavert að láta ábyrgð á svo geysilega víðtækum umráðum og ntikilsverðri íhlutun um alla bók- mennta- og listastarfsemi meðal þjóðarinnar, sem hér virðist vera stefnt að, hvíla á herðum fámennrar nefndar, án tillits til þess, hvernig hún þá og þá kann að skipast. í bréfínu segir að lokum, að verði breyting gerð á því fyrirkomulagi, sem verið hefur, sé mikilsvert „að þá verði betur, en ekki miður en áður séð fyr- ir því, að sem flest sjónarmið konti til greina við úthlutun þess styrktarfjár, að sem minnst gæti persónulegs geðþótta, en henni megi ráða sem allra mest þekking, frjálslyndi og réttsýni." Út af þessu bréfi spratt ritdeila milli Jónasar Jónssonar og Sigurðar Nordals. í langri grein í fimm tölublöðum Tímans í janúar 1940, fjallar Jón- as um þessi mál öll af sínum sjónarhóli. Veitist honum auðvelt að sýna fram á ýmsa vankanta á úthlutun Alþingis á listamannafé, þar sem miður verð- ugir hefðu hlotið náð, en sumir hinir verðugustu jafnvel gleymst með öllu. Kvað hann sér þykja undarlegt, ef Sigurður Nordal hefði „ekki veitt því eftirtekt, að mjög er misskipt skini og skúrum á 18. gr. Þar er Guðmundur Kamban, en ekki Gunnar Gunnarsson. Þar er Jón Stefánsson rnálari, en ekki Jóhannes Kjarval."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.