Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Síða 126

Andvari - 01.01.1985, Síða 126
124 MATTHÍAS JOHANNESSEN ANDVARI liverfa frá hugsunum sínum án venjulegrar íhlutunar. Hann hafði eitthvað ætlað að skiptast á orðum við hann en án árangurs. Heilinn svaraði ekki. Hann hafði tekið sér hvíld. Og áður en rithöfundurinn vissi var hann kom- inn í eina af þessum undarlegu veröldum sent hann heimsótti í svefni. Draumurinn kom hægt inní ómeðvitandi vitund hans. Hann var að hugsa með sér hvort hann væri vakandi eða sofandi en gerði sér ekki grein fyrir því þegar hann sá fyrir sér bjarndýr með tvo liúna en síðan kom for- sætisráðherra landsins í ljós með vargs höfuð og loks mátti sjá að hann var með bjarndýrin i bandi. Ráðherrann gekk undir fölu tungli sem glotti á úfnum himni en álengdar stóð jötunvaxinn maður framliðinn og storkaði umhverfi sínu með þeim hætti að rithöfundurinn var að hugsa unt að hlaupa í skjól og bylti sér í sófanum. Jörð var marauð en breyttist skyndi- lega og það mátti sjá sporin í hjarnhvítri fölinni. Tunglskinvar bjart og mátti sjá víða. Logn var veðurs en svo breytti um vindátt og var veðrið bæði þvert og stórt. I sama mund komst forsætisráðherrann í hús. Draugurinn hét Glámur og var ættaður frá Svíþjóð, þóttist rithöfundur- inn vita. Hann hvarf eins skjótlega og hann hafði birzt þeim og rithöf- undurinn gekk rólegri en áður í humátt á eftir ráðherranum með bjarn- dýrin í bandi. Skyndilega og án nokkurs fyrirvara var rithöfundurinn kom- inn inní stóran sal og sá sjálfan sig við veizluborð sent kjólklæddir karlar drukknir kringdu og kölluðu ókvæðisorð til forsætisráðherrans sem nú haíBi breytzt í saltan haus á stóru fati á miðju borðinu og var ófrýnilegur á að líta. Karlarnir voru allir með orður á brjósti, sumir höföu bot ða unt háls- inn og héngu orðurnar á miðjum maga þeirra. Bjarndýrin höfðu nú tekið sér sæti við veizluborðið en við hlið rithöfundarins sat draugurinn. Fór allt skipulega á milli þeirra en þeir töluðust ekki mikið við því að draugurinn var sífellt að hvísla einhverju í eyra liaussins. Rithöfundurinn var með kórónu á höfði og lék við hvern sinn fíngur. Honum leið ágætlega í draumnum en sá þá vin sinn, gamlan málara, hlaupa á eftir konu nteð hvíta hárkollu. Þau hurfu inní lítið lterbergi og hugur rithöfundarins fylgdi þeim eftir. Málarinn faðntaði konuna að sér og fór að bisa við að íletta hana klæðum. Þá kom í ljós að hún var hvorki kona né karl heldur viðrini. Málarinn varð yfír sig reiður og hrópaði: Þú átt eftir að fínna fyrir þessu þótt síðar verði - en þá flýði hugur rithöfundarins út úr herberginu og hrökklaðist inní draumvitund húsbónda síns sem hafði tekið af sér kórónuna og lagt hana á rauðan og úfinn haus forsætisráðherr- ans í líki Grettis hins sterka. Þeir tóku nú að skeggræða um frægðina og kjólklæddu mennirnir hlustuðu með andakt þótt flestir væru þeir orðnir kenndir og önnum kafnir við að kasta hnútum hver í annan. Rithöfundur- inn skálaði við hausinn og hellti freyðandi víni ofaní hann en Glámur glotti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.