Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Síða 146

Andvari - 01.01.1985, Síða 146
144 STEFÁN SNÆVARR ANDVARI „Sá sem flöskustúturinn bendir á . . Einu sinn var maður sem elskaði strendur. Hann vissi ekkert skemmtilegra en að tölta um fjörur og var því kallaður „fjörulalli“. Honum þótti brim- gnýrinn fegurri en nokkur tónlist, þangilmurinn betri en ilmur fegurstu blóma. Jafnvel máfagargið heillaði hann. Eitt sinn sem oftar var fjörulalli á rölti við sjávarsíðuna. Sól skein í heiði, hafíð hraut í djúpum svefni, og manninum leið fjarska vel. Allt í einu sá hann flösku í flæðarmálinu sem út af fyrir sig væri ekki í frásögu færandi hefði hann ekki fyllst ákafri löngun til að handfjalla gripinn. Sem hann tekur flöskuna upp sér hann að í henni er pappírsmiði, á- krotaður. Eftir nokkurt þóf nær hann miðanum út. Á honum stendur undarleg setning: „Beiskt sefur peðið.“ Maðurinn skundar heim þungt hugsi. Hvað tákna þessi dularfullu orð og hver sendi flöskuskeytið? Þegar heim kom var honum ekki rótt, hann var með allan hugann við at- burði dagsins. Og ekki varð honum svefnsamt nóttina þá. Er vinnu lauk næsta dag fór maðurinn rakleiðis niður á strönd. Hann gekk Qöruna þvera og endilanga og leitaði að einhverju því sem skýrt gæti flöskupóstinn dularfulla. Og viti menn! Finnur hann ekki aðra flösku, áþekka þeirri fyrri! Og í flöskunni miði með torræðum boðskap: „Faðmaðu hafið.“ Daginn eftir afréð maðurinn að skrópa í vinnunni og eyða deginum við hafið. Og enn finnur hann flösku með boðskap: „Guðinn mun birtast í briminu.“ Fjórða daginn hvarflaði ekki að honum að mæta í vinnu, flöskupósturinn átti hug hans allan. En nú brá svo við að engin flaska fannst hversu vandlega sem hann leit- aði. Og á sérhverjum degi mætir fjölulalli á ströndina og leitar að flösku með boðskap. En allt kemur fyrir ekki. Og brintið ber klettana og segir „ekkert, ekkert,“ vindarnir gnauða í hjöllunum, „ekkert, ekkert," máfarnir garga, „ekkert, ekkert.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.