Andvari - 01.01.1985, Page 152
150
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
fóstra minn, er nánast frásagnarljóð eins og sumt í Þorpinu forðum. En
þessar sáraeinföldu frásagnir af gamla manninum sem „kom til okkar að
vestan og fór að bíða eftir sjúkravist fyrir sín sjóndöpru augu“ verða ein-
kennilega lifandi í yfirlætisleysi sínu, sínum alþýðlega húmanisma. Sem
dæmi má nefna Gamall maður kaupir sandala, með sinni undirfurðulegu
gamansemi. Eða Gluggi hins blinda:
Fuglar í hreiðri
eru augu hins blinda,
hljómlaust fljúga þeir
þegar þeir fljúga,
koma aftur án þess þú vitir.
Seinni bækur Jóns úr Vör hafa raunar lítið gert annað en staðfesta þá
stöðu hans í bókmenntunum sem oft hefur verið lýst. Raunar er höfundur-
inn sjálfur óþarflega bundinn við þau efni, sum ljóðin aðallega athuga-
semdir við fyrri ljóð. En vissulega er margt fagurt og þokkafullt í þessari
nýju bók. Einkenni hennar er kyrrð ogjafnvægi aldursins, ellimörk sé ég
ekki á ljóðstílnum. Tökum stutt ljóð úr öðrum kafla sem dæmi:
Eg mun gera þér orð.
Eg hef leitað að því
í huga mínum
í leyndum bak við hurðir
allra orða.
Eg hef leitað
í morkinskinnum
og prentsvertu
dagblaðanna.
Eg mun gera þér
orð
þegar ég hef
fundið það.
í þessu ljóði er raunar fólgin skáldleg lýsing þess sem verið hefur kjarn-
inn í listrænni viðleitni Jóns úr Vör, keppikefli hans alla tíð: leitin að hinu
„rétta“ orði, einfalda, tilgerðarlausa orði. Látleysið er sterkasta einkennið á
skáldskap Jóns. Það er einatt örðugt að flnna hið rétta mundangshólf, gæða