Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 157

Andvari - 01.01.1985, Side 157
andvari „EITT SPOR Á VATNI NÆGÐI MF.R'* 155 í skáldskap Þorsteins f'rá Hamri gerast engar stökkbreytingar. Ljóðstíll hans hefur raunar orðið knappari, sparlegri með árunum, eins og síðustu bækurnar bera vott um. Myndmálið hnitmiðaðra, en segja má að safi máls- ins hafi nokkuð goldið f'yrir það. I Nýjum Ijóðum sem út komu í vor bregst Þorsteini ekki hið persónulega vald á máli og kunnátta í að beita skír- skotunum til.gamalla bókmennta. Þetta er löngu kunnugt af bókum Þor- steins og nú gefst góður kostur á að meta skáldskap hans í heild sinni þar sem Iðunn gaf í fyrra út Ljóðasafn hans, allar átta bækur skáldsins á undan þessari. Ef það er ekki marklaus frasi sem uppi er hafður á tyllidögum, að íslensk þjóðmenning vaxi af rót fornra mennta, er Þorsteinn frá Hamri eitt besta dæmi þess hversu þær bera blóma í samtímanum. Því eru ljóð hans jafnan hugarstyrking á síðustu og verstu tímum menningarupplausnar. Hvaða erindi skyldu skáld eiga inn í þennan vitlausa og myndbanda- vædda heim okkar? Sú spurning hlýtur að vera hverju ærlegu skáldi mikið umhugsunaref’ni. í Nýjum Ijóðum bregður Þorsteinn upp minnilegri mynd af þessu. Ljóðið heitir aðeins Skáld: Þú stiklar með varúð yfir ísabrot hugans °g ótryggar vakir, nístur til hjartarótar; pú ert á leiðinni, veizt að veizlan er hafin. Þér var ekki boðið, en staðráðinn ertu samt að skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mótar ásjónur gestanna meðan þeir snæða dægrin og skola þeim niður með stríðsöli drukknu af stút. Þú stendur við dyrnar þegar þeir tyðjast út. Þannig er skáldið, boðflenna í veisluglaumi samtíðarinnar. En það stend- ur eftir þegar gestirnir eru farnir og ber vitni um svipmót aldarinnar. Ný Ijóð bera ekki eins dapran og þunglyndislegan svip og Spjótalög á spegil, næstsíðasta bók Þorsteins. Hér er jaf'nvægi kornið á og sjálfsháðið, hin hæg- lætislega íronía, reynist skáldinu drjúgt til að tempra bölsýnina. Minningar úr æskunni sækja á. í ljóðinu Yfirlit segir frá því er „þú sest við að yrkja/ og þú verður lítill drengur“. í þessu ljóði má glöggt sjá hið tvívíða sjónarhorn, ef svo má kalla, eða tragíska háð sem einkennir ljóð Þorsteins. Mér virðist meiri tilfínning f'yrir tímanunt en hjá öðrum skáldum eiukenna ljóð Þor- steins, og hann yrkir af innsæi um fyrri tíðar skáld. Ég staldraði við ljóðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.