Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 11
5
lireytingu, og fljóta sofandi inn í aðra ]»j<>ð; því að ]>að
sást brátt, ab meining liinnar nýju stjórnár var að láta
sem ekkert vœri, að því er Island snerti, og skipta í
makindum málum þess upp milli hiuna dönsku ráð-
herra.
Islandi vildi ]»að til, að ]tað átti sjer forvörð, sem
áttaði sig fljótt og var ekki í vafa um livað gjöra
skyldi. Það var Jón Sigurðsson, þingmaður ísfirðinga,
skjalavörður í Kaupmannahöfn, sem ]»á þegar var orð-
inn þjóðkunnur maður fyrir rit sín og framúrskarandi
áhuga á málum þjóðar sinnar. Þegar meðan þeir at-
hurðir voru að gjörast um vorið 1848, er stjórnarbreyt-
ingunni ollu, ritaði liann í Nýjum íjelagsritum ágœta
grein, er hann nefnir Hugvekju til Islendinga. Má
sú grein með sanni nefnast Bjarkamál þeirrar stjórnar-
haráttu, sem hefst með henni, og síðan hefir staðiðmeð
litlum millibilum fram á þennan dag, baráttan fyrir
landsrjéttindum Islands eður því stjórnarfyrirkomulagi er
íslandi har að fá, þegar einveldinu lauk, til þess að
geta notið jafnrjettis við aðra þegna ríkisins eftir sínu
þjóðerni og sínurn þörfum. — Með snjöllum og vekj-
andi orðum brýnir höfundurinn fyrir Islendingum, að
nú verði þeir að sýna, hvað þeir vilji, og ef þeir n,ú
noti ekki tækifœrið til að framfylgja rjetti og kröfum
landsins með einurð og stillingu, ]»á muni þeir, sem eigi
að vera oddvitar þjóðarinnar, baka sjer engu vœgara
dóm en þann, sem feldur hefir verið,yfir þeim mönnum,
sem sejdu frelsi fósturjarðar sinnar fyrir vesæla nafn-
hót, eða gáfu það síðar fyrir minna en ekkert, Hann
leiðir söguleg rök að ]>ví, að landið eigi rjett á að hafa
stjórn mála sinna og fjárhag út af fyrir sig, því að það
hafi aldrei lotið hinni dönsku þjóð eða neinni annari
þjóð sem fylki eða nýlenda, heldur að eins konungin-
um, og sýnir áþreifanlega, að fjarlægð og landshættir