Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 177
171
hnípt í sjó fram. J. G. Andersson, sem hefir rann-
sakaS eyna, álítur sléttuna fornan brimstall, sem mynd-
azt hefir fyrir ísöld og eptir „trías“-tímann; þannig
verður næst komizt eptir jarðlögum jieim, sem þar eru.
Það er því mjög líklegt, að menn hér hafi fyrir sér
grunnsævisflöt frá pliocene-tímanum, en hann hefir síðan
hafizt yfir sævarmál, enda hafa heimskaustslöndin þar
nyrðra öll risið síðan á tertiera-timanum; á Spitzbergen
eru t. d. sævarmenjar frá þeim tima hátt i fjöllum langt
fyrir of'an sævarmál. Fram með austurströnd Græn-
lands er líka grunnsævis-ræma og bendir þetta allt til
þess, að sjór hafi á tertiera-tímanum smátt og smátt
gengið á löndin kring um hið norðlæga Atlantshaf og
brotið af þeim allbreiðár ræmur, en rétt fyrir ísöldina
varð breyting, svo sjórinn aptur fór að hverfa frá
ströndunum, en kom svo reyndar aptur seinna um lok
ísaldar og gekk þá yfir öll láglendi á Islandi.
Grunnsævisflöturinn kring um ísland getur ekki
hafa myndazt á ísöldu, þegar jöklar allstaðar náðu út í
sjó og hafísrek var mikið fyrir öllum ströndum, því ís-
inn hindrar áhrif brimsins á strendurnar, svo sjórinn
fær engu áorkað. Ekki getur slíkur flötur heldur
liafa myndazt á millitímabili á ísöldinni, er jöklar
hurfu af löndum að miklu eða öllu leyti, eins og sumir
jarðfræðingar ætla. Þær jarðmyndanir milli jökulgrjóta,
sem menn halda, að lmfi myndazt á sllkum millibilstím-
um eru svo litlar, að eigi er hægt að bera þær saman
við hinn ógurlega langa tíma, sem þurft hefir til þess
að mynda grunnsævis-flötinn; 10—14 vnílna breið ræma
af 2—0000 feta háu landi hefir eigi getað numizt á
burtu, nema á svo löngum tíma, að öll ísöldin er hverf-
andi í samanburði við hann.
Hvorki í Noregi né á íslandi hafa menn fundið
full rök fyrir millibilstímum á ísöldinni, þannig að jarð-