Andvari - 01.01.1902, Blaðsíða 68
Ö2
ún samþykkis al]»ingis. Tvær seinustu breytingarnar
tjáist stjórnin ekki geta fallizt á, af ])ví að þær miði til
að hnekkja gildi stöðulaganna.
Eptir stöðulögunum er Island „óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum“. Og eptir
stjórnarskránni eru hin sjerstöku landsrjettindi fólgin í
])ví, að landið skuli í sjermálunuín hafa löggjöf sína og
stjórii „út af fyrir sig“. Frumvarp alþingis 1885 snerti,
eins og það fór frá þinginu, í engu stfiðu Islands í
ríkinu. Það laut að eins að því. að fullnægja í fram-
kvæmdinni fyrirheiti stjórnarskrárinnar um að landið
skyldi hafa löggjöf sina og stjórn út af fyrir sig. Sjer-
slöku máhmurn var ekki fjölgað í frumvarpinu. Þar
var að eins sleppt því ákvæði stöðulaganna, að hæsti-
rjettur skyldi vera æzti dómur í íslenzkum málum, og
hefði að eins til þeirrar úrfellingar orðið að leita sarn-
]>ykkis ríkislöggjafarvaldsins. Jjoks var ákvæðið um, að
íslendingúm yrði að eins með samþýkki alþingis gjört að
skyldu að hafa fulltrúa á ríkispinginu, tekið upp úr sti')ðu-
lögunum. Þar ástæður, er stjórnin bar fyrir, virðast
]>annig ekki vera á rökum byggðar. Hins vegar verður því
ekki neitað, að þingið hafði komið sinni lagalega rjett-
mætu kröfu fyrir á þann hátt, að viðbúið var, að stjórn-
in mundi hrinda frumvarpinu, þegar af þeirri ástæðu.
Aukaþingið 1886 sámþykkti þó frumvarpið óbreytt, og
fyrir þuð verður þinginu ekki legið á hálsi, úr því að
það lmfði einu sinnj farið af stað.
Hins vegar mundi hafa verið rjéttara að hreyfa
ekki málinu frekar á þingi fyrst í slað. Það var auð-
heyrt á undirtektum stjórnál’- þeirrar, er þá sat að völd-
um, að ekki rnundi leiða til nokkurs að halda málinu
áfram við hana. Það mátti halda málinu vakandi í
ræðum og ritum, þó ])vi væri ekki hreyft á þingi, og
svo taka ])að upp aptur, er liðlegri stjórn værí kornin